Það var Fimtudagskvöld ég og Palli höfðum verið saman í 2 mánuði og 11 daga en í dag hringdi hann í mig þegar að ég sá númerið hans á símanum mínum var ég mjög glöð af því að ég var mjög ástfangin af honum en þegar að ég svaraði þá talaði hann öðruvísi ég spurði hvað væri að en hann sagði að það væri komin tími til að við hættum saman en hann vildi ekki segja mér ástæðuna og hann skellti bara á mig.

Ég hringdi ósköp döpur til Guðrúnu bestu vinkonu mína og sagði henni hvað hefði komið fyrir hún kom yfir til mín og reyndi að hughreista mig en ekkert gat létt mína lundu.
En seinna um kvöldið sagði hún það eru fleiri fiskar í sjónum.

þegar að ég fór að sofa um kvöldið hugsaði ég að Palla þótti fiskur góður en honum fanst ekki gaman að veiða þá, þá hugsaði ég orðin sem Guðrún sagði um kvöldið "það eru fleiri fiskar í sjónum.

dagin eftir fór ég inn í bílskúr og sótti gömlu veiðistöngina hans pabba og fór út á bryggju ég veiddi 2 fiska og ég fór með þá til Palla, hann var ekki glaður þegar að hann sá mig standi með einn fiski í hægri hendini og annan fisk í vinstr hendini, hann sagð mér að hætta og það væri fleiri fiskar í sjónum.

dagin eftir ætlaði ég að veiða fleiri fiska handa Palla, ef að hann vill fleiri fiska þá fær hann fleiri fiska.
Ég veiddi 23 fiska ég fékk kassa lánaðan hjá góðum kunningja pabba sem vann á skipi þarna á bryggjuni, ég lét fiskana í kassan og fór með þá til Palla en hann var ekki ánægður þegar að hann sá mig standandi með kassa kúfullan af fiskum hann sagð mér að fara heim og að það væru fleiri fiskar í sjónum.

ég fór heim döpur í bragði ég hugsaði með mér ef að honum finst ekki 23 fiskar nóg getur hann veitt sína fiska sjálfur.