Dagur eftir dag
Það var ekkert að gerast. Allt var svo hljótt. reykjavík var svo hljóð. einstaka bíll keyrði á Hringbrautinni, en ég sat bara út í glugga og horfði út um gluggann. Hvað myndu vinir mínir gera á svona stundum? hugsaði ég. Þeir myndu fara á netið, senda sms, horfa á sjónvarpið. En þetta fannst mér ekkert gaman. Ég vildi fá að fara frá Íslandi. þessu leiðinlega landi í miðju Atlantshafi. Reykjavík var ekki einu sinni borg. Bara lítill bæri sem þóttist vera borg. Ég vildi komast til útlanda, til Mallorka eða eitthvað, hvert sem er, en þess var langt að bíða. Það var 7. janúar, dagurinn eftir síðasta dag jóla, er eitthvað leiðinlegra, hugsaði ég. Mamma og pabbi, nýskupúkarnir nota peningana í að kaupa vondan mat en ekki ferð til Mallorka. Mikið er nú leiðinlegt að vera 13 ára. Ég hafði bara farið 2 til útlanda, bæði skipti til Danmörku, bara af því að frændi okkar býr í kaupmannahöfn. Einn af félögum mínum hafði aldrei farið til útlanda. Það var nú verra. Djöfull var allt leiðinlegt, skólinn, heimalærdómurinn, forlendrarnir, tölvurnar, Reykjavík, landið. Þannig hugsaði ég. Og sú hugsun breyttist ekki fyrr en mamma æpti:“Matur,”og ég pirraðist náttúrulega. Hvað beið mín, fiskisúpa, grænmeti og hrísgrjón. Ég fór á endanum og reyndi að komast upp með að borða eins lítið og ég komst upp með. Fór síðan inn í herbergi að lesa í kortér. Þá átti ég að fara að sofa. Klukkan var 10. “´Láttu ekki svona,” sagði ég við mömmu. En það hafði enga merkingu. ekkert sem ég sagði skipti máli. Afhverju skildi mig enginn. Svo hugsaði ég:“æi, hvaða máli skiptir það, kemst að því síðar” og sofnaði.