Það var eitt sinn harður naggi sem sjómaður var mikill. Allir aðrir sjómenn litu upp til hans, hann kunni bestu blótsiðina, og bar merkustu örin. Þessi sjómaður bar nafnið Kafteinn krókskjaftur. Það hafði nefnilega eitt sinn gerst að þegar STÓR fiskur beit á hjá honum, sem hann vildi ekki sleppa í mikilli aldabaráttu. Öldurnar skullu upp og niður, hellirigning og mjög hvassur vindar veittu Kafteininum miklum erfiðum, en hann vildi ekki gefast upp. En svo vaggaði bátur svo mikið aftur að hann kolféll og fékk fiskinn beint á sig, fiskurinn náði að bíta kjálkann af honum, áður en hann náði að rota það með glerflösku af uppáhalds rándýra kampavínsflöskunni sinni. Þá þurfti hann að fá gervihöku sökum hversu hin var illa farinn. En gamli fauskurinn lét það ekki koma í veg fyrir að hann færi á sjó, hann græddi heilmikið af tryggingunum. Svo mikið að hann hefði getað tekið sér langt frí. En hann bölvaði því bara í sand og ösku og sagði að sjórinn væri hans ást og lífsviðurværi og hann vildi ekki skilja við hann, þótt það væru bara 3 mánuðir. Hann hafði lent í svo mörgu í gegnum ævina, og flest af því gerðist á sjónum. Hann hafði meira að segja misst sveindóminn á Fyrsta bátnum sínum.
Svo að Kafteinn krókskjaftur mun halda áfram að sækja sjóinn, fyrr mundi hann deyja heldur en að láta skilið við hann.
Svo að Kafteininn mun ekki taka sér frí heldur mun hann eyða öllum peningum í kampavínsflöskur og tóbak.
————–