Hvað er þetta, þetta er örugglega saga, það er nánast bókað.
Ég vona innilega að hún eigi eftir að verða skemmtileg, því þetta er það eina sem hugsanlega getur bjargað mér frá því að festast sem aumingi. Hvað er slæmt við það að vera aumingi? Og hvernig verður maður aumingi? Ég get lofað ykkur því að þið fáið góða innsýn inn í hug aumingja, hvers vegna? Ég veit það ekki, ég er of fokking heimskur til að vita það og líka of latur til að skoða það og taka einhver dæmi. En leiðinlegt er þegar letingi talar tungum taumlaust tímunum saman svo ég er hættur.

Ég vakna sumarið er í loftinu, fuglar syngja og sólin skín inn um gluggan. Ég stend upp labba að glugganum lít út þar sem börnin leika sér úti, þar sem menn bora í göturnar berir að ofan að kafna úr hita, þetta er þetta er hræðilegt, ég loka glugganum dreg gardínurnar fyrir og leggst aftur upp í rúm og loka augunum. Ég vakna nokkrum tímum seinna loftið angar af ilmandi grillaðri steik, ég er svangur hef ekki nennt að fara fram til að borða í marga tíma, bara legið fyrir og hlustað á garnirnar gaula. Stend upp fer fram enginn heima, enginn að grilla fyrir Garðar. Svei þetta líf hví hlýt ég þessi hræðilegu örlög, þarf ég virkilega að búa mér til samloku eða það sem verra er labba út í búð. Jæja ég verð að sætta mig við þetta bölvaða harðlífi, skýst inn á barðherbergi skvetti vatni framan í mig, volgu meika ekki einhverja kalda gusu. Hressist afskaplega lítið við það en er ekki jafn þrútinn. Tannbursta mig á meðan ég sit á klóstinu skítandi að lesa Andrés blað frá 1990, les það alltaf þegar ég fer á klóstið. Maður má ekki einbeita sér of mikið af því að kúka þá verður það bara erfiðara, best að láta hann bara leka út á meðan maður gerir eitthvað annað. Djöfull var þetta gott þriðji kúkurinn og sá seinasti lendir ofan í klóstinu. Damn enginn helvítis klósettpappír ofan á klósettinu, neyðist til að standa upp útgleiddur svo skiturinn klessist ekki við rasskinnarnar og labba alla þrjá metrana í skápin þar sem vonandi leynist eilítið af klósettpappír, þetta var nefnilega svona sem maður þarf að hreinsa vel, ekki hreinn skítur. Skeini á mér rassgatið þvæ mér um hendurnar, girði upp um mig brækurnar og geng út. Þvílíkur léttir þessi þolraun búin, nánast orðinn tilbúinn í daginn á bara eftir að fá mér eitthvað að éta. Stundum vildi ég óska þess að maðurinn þyrfti ekki að borða það er svo leiðinlegt og langdregið að vera sífellt troðandi einhverjum matvælum upp í lítið gat á hausnum á sér. Þá er komið að fæðustundinni, það eru svona 33,3333333333333333 pósent líkur á því að það sé annaðhvort ekki til ostur skinka eða brauð. Opna ískápinn fullur vonar með smá kvíða í maganum brauðið er á borðinu, skinkan er þarna já en ég meina nei!!! enginn fjandans ostur til, er þetta fokking djók. Fokk djöfull hata ég guð af hverju í fjandanum gat skrattakollurinn ekki skapað okkur betur. Í frekar miklu uppnámi skelli ég ískápshurðinni fast, of fast því allir auglýsingaseglarnir fljúga af og einnig blöðin sem þeir héldu. Svei svei þennan ískáp, Klæði mig í rifnar joggingbuxur, bol og skó hoppa upp í bílinn, set í gang og keyri af stað, af stað í næstu sjoppu. Eftir um það bil tvær mínútur er ég kominn í biðröðina í lúgusjoppu, er að reyna ákveða hvað ég eigi að fá mér en get það bara engann veginn, ég er einn af þeim sem geta ekki ákveðið hvort þeir ætli að fá sér jarðaberja eða súkkulaði sheik, hlaup eða sterkan brjóstsykur. Stend stundum í margar mínútur fyrir framan búðarhillu og reyni að ákveða mig en enda svo með því að gefast upp og ganga út. Nú veit ég, ég fæ mér pylsu erfið ákvörðun loksins tekin. Loksins er komið að mér skilaboðin færast hægt neðan úr heilanum og í talfærin en rétt áður en ég framkalla hljóð og beiti tungunni til að breyta þeim í orð hætti ég við, það eina sem ég segi við fallega búðarkellinguna er,,,,,,,,,,, ekki neitt keyrði bara í burtu gleymdi peningnum. Snarstoppa á næstu gatnamótum biðskylda þið vitið og kýli nokkrum sinnum í stýrið af fullri hörku og öskra upp yfir mig djöfulsins! Hljómaði örugglega svona eins og ljón með slitinn raddbönd að herma eftir páfagauki, illskiljanlegt. Vel fullorðinn mannvera af karlkyni sem þurfti endilega að vera labba við hliðin á bílnum mínum hrekkur við, lítur á mig, augu okkar mætast ég roðna, keyri af stað. Ekki minn dagur, ekki stórt vandamál en lítið vandamál í huga þínum í huga mínum það margfaldast, það er bara partur af því að vera svona mikill aumingi geri mér grein fyrir því hvað ég er ógeðslega mikill sjálfdekrunar kauði. Verð hægt og hægt betri og betri við sjálfan mig þangað til góðverkin stimplast inn í innri meðvitundina, hún tekur þeim sem sjálfsögðum hlut svo mér finnst hlutir sem aðrir telja sjálfsagða vera gífurlega erfiðir og hræðilega mikil kvöl og pína. Hugur minn býr til gervitilfinningar sem reyndar allar tilfinningar eru, t,d það að mér finnst örugglega jafn erfitt að grilla eina samloku handa mér og öðrum finnst að halda jólaboð með tilheyrandi rugli yfirborðkennd og öllum þeim ráðum sem ættingjar nota á hvorn annan til að leyna sínum raunverulegu innri mönnum og þykjast góðir. Enginn er fullkominn það eru orð að sönnu og í raun ætti þetta að vera allir eru alveg rosalega ófullkomnir, ég er það allavega. Stoppa á planinu heima stend í fúski upp læsi og negli bíldyrunum af fullum krafti, fullur af gremju og reiði út í sjálfan mig. Tek í hurðahúninn, húninn fer niður en dyrnar opnast ekki, fokk guð segðu mér að ég sé með lyklana, vasar tómir. Þeir geta enn verið inn í bíl en í reiði minni læsti ég bíllyklana og kannski húslyklana inn í bílnum, frábært. Alveg ráðalaus ráðskast ég við ráðþrota gjaldþrota heilabú mitt sem sendir mér þau skilaboð að fara bara að væla, eitthvað var þessi partur af heilanum seinþroska sendi til baka, ég er enginn helvítis kelling ég er 18 ára, ég fer ekki að væla þótt stundum gangi ekki allt mér í hag. Þarf að komast í síma skýst upp í kollinn góð hugmynd Kolla, næsti sími humm hvar er næsti sími? Of langt í burtu gefst upp á þess kjaftæði labba bara inn í sameign fæ Allha til að opna fyrir mér og ég leggst undir stigan, fæ mér smáblund þangað til einhver kemur heim og opnar fyrir mér. Strax eftir að ég loka augunum fer ég að hugsa um það að ég verði að fara redda mér vinnu, taka mig á standa mig betur, láta alla hætta að röfla í mér, sýna hvað í mér býr, vera maður í þessari köldu veröld sem reyndar var helvíti heit í dag. Draumar sem mig dreymir aldrei. Ná mér í kærustu byrja svo í skóla, standa mig standa mig hroooot!


Ég veit þetta með kommurnar skrifa alltaf fyrst svona svo breyti ég. En vitið þið hvað ég er of latur til að gera það núna………