Dalur næturinnar…..
Dimmir lokkar næturinnar falla yfir síðustu geisla dagsins.
Ferðamaðurinn langþreytti heyrir í börnum næturinnar að leik.
Syngjandi óð og dansandi hinn dularfulla og magnaða mánadans.
Í glitrandi skini nætur, vísar stjarnan Hjalta gamla veg eftir örmjóum stíg einmanaleikans og hann veit að ef hann fylgir þessum stíg kemst hann að lokum uppá fjallið stóra. Takmarkið sem hann hefur alltaf ætlað sér þótt í leyndum hjartans hafi þessi ósk falið sig. Þar til nú. Vegurinn sá er hvorki auðveldur né erfiður. Það er sagt að það fari eftir því hvernig maður hafi undirbúið sig undir ferðina, sem að sjálfsögðu er alveg rétt. Engin ferð er jú farin án undirbúnings, nema þá auðvitað óábyrgt fólk sem veit ekki eða nennir ekki að hugsa. En þetta er einasta leiðin sem hann á eftir að fara. Allar aðrar leiðir eru honum kunnugar, sumar vanabundnar og því ekkert áhugaverðar. Síðasta vísbendingin,síðasta leiðin og það einasta sem eftir er áhugavert.
Stjarnan. Hún yljar honum um hjartarætur.
. Hann horfir upp í himinninn og sér stjörnurnar blika eins og þær séu að depla til hans auga.
Þær laða hann að sér með óútskýranlegri tilveru sinni og mikilleika. En allramest heldur hann uppá stjörnuna einu.hún dregur hann að sér og seiðir svo að hann tekur varla eftir hvar hann gengur.
Samt veit hann að hann er næstum kominn á leiðarenda..
Hann er þreyttur og gamall. Skjálfandi taka fætur hans skrefin frekar af gömlum vana en mætti.
Og nú er það bara spursmál um að hann geti yfirleitt klárað síðustu gönguna fyrir þreytu.
Hann nemur staðar til að hvíla sig. Þá er sem hann allt í einu áttar sig ögn og skyggnist í kring um sig og hugsar “”hvað er ég að gera hér” Hvar er ég” Hann áttar sig á því að hann veit ekki alveg hvernig hann komst hingað. Eða yfirleitt hvar hann er. Jú, hann rámar allt í einu eftir að hafa gengið út fyrir húsið sitt og sett sig niður í garðstólinn sinn, þar sem hann var vanur að sitja á góðum sumardegi og horfa á lífið í kringum sig. Börnin í götunni að leik og fuglana sem áttu sér hreiður inn ámilli rabbarbarans, sem hann leyfði þar af leiðandi alveg að vera, þar til ungarnir voru orðnir fleygir.
Svo man hann ekki meira. Nema að allt í einu var hann kominn frá að sitja í tindrandi ljósadýrð dagsins með tilheyrandi hávaða yfir til hins mikilúðlega kyrrláta myrkurs með hinar seiðmögnuðu
tindrandi stjörnur á himinhvolfinu. Dulúðuga þögn sem aðeins var rofin með söng næturinnar barna…,úlfanna. “Jahjérna barasta, tautaði hann alveg hlessa á þessu öllu. Það mætti segja mér að ég væri bara dauður. Er það þá ekki annað en þetta hérna eða hvað? Tautaði hann angurvær með tregafullri rödd .Honum varð hugsað til síðustu samræða sinna með vininum Sigga. Þeir höfðu þekkst alla tíð og brallað margt saman, bæði gott og slæmt. Hann sjálfur hafði alltaf haft trú á lifi eftir dauðann á meðan Siggi hafði þverneitað öllu slíku. Síðasta samræðan hafði endað á þann veg að Siggi hafði sagt að hann myndi aldrei trúa þvílíkri bölvaðri vitleysunni fyrr en Hjalti myndi sanna það fyrir honum á einhvern hátt. Það hlakkaði í Hjalta. En svo varð honum litið á silfurlitann stíginn og fylgdi honum með augunum uppávið. Hugur hans varð léttari og hann tísti glaðlega með sjálfum sér og um leið og hann byrjaði að stíga upp fjallið með endurnýjuðum krafti og brosandi út að eyrum sagði hann með sjálfum sér
“jahá, sanna það …því ekki það.”
höf: Nony