“Ný regla hefur komið upp, að allar þær manneskjur sem að eiga sér þann möguleika að geta galdrað… verða brenndar lifandi!” Enginn veit virkilega hver sagði þessa setningu… enda var ég að semja hana á staðnum…

Fólkið sat í hring. Stól eftir stól… frá Magnúsi til Kristjáns fann fólkið straumana á milli þeirra í stóra hvíta salnum með nokkrum málverkum eftir Kjarval hangandi á veggnum. Sigurður var að hugsa um hvort hann ætti að segja hinum manneskjunum í hringnum hvað hann hafði verið að hugsa. Galdrar er æfaforn, líklega ýminduð íþrótt sem að “tíðkaðist” í fyrndinni. Hann hafði verið að segja börnum sínum frá göldrum fyrir svefninn. Sjálfur var hann ljóðahöfundur og hafði verið að skrifa ljóð um galdra og töfra… en það sem fór úrskeiðis í málinu var að þegar hann fór að segja börnum sínum frá morðunum sem að höfðu átt sér stað í gamla daga. Morðunum sem áttu sér stað vegna þess hvað mikið af fólki hafi talið að galdrar kæmu frá djöflinum sjálfum. Krakkar hafa sterkt ýmindunarafl. Krakkar verða hræddir, þó þeir vita varla hvað morð er. Þessvegna fór Sigurður að útskýra fyrir litlu stelpunum sínum hvernig morð og aftakanir í gamla daga gengu fyrir sig. Það voru galdrarnir sem að urðu til þess að fullt af fólki hafði látist, bundnir við spýtur og fundið eldinn fuðra upp húðina. Hvernig fólkið hafði varla getað öskrað fyrir sársauka. Það endaði alltaf bara með litlu tísti.

Í stóra hvíta salnum á geðveikrahælinu sátu mennirnir. Sigurður, Magnús, Kristján og allt heila klabbið. Sigurður vissi ekki einu sinni hvar börnin sín voru…

… ætli þau hafi ekki verið numin á brott af göldrum?

- Kexi
_________________________________________________