Þetta er saga sem gerist í annarri veröld, sem ber það frumlega nafn “Veröldin”. Þetta sem er fyrir neðan er að vísu bara inngangurinn en ég er búinn að skrifa fyrsta kaflann. Ef þið viljið lesa þann kafla birtist hann vonandi á bloggsíðunni minni bráðlega. Tengillinn er: http://pb.pentagon.ms/skari
Þar er líka hægt að dl inganginum sem .doc skjal og þannig verður hægt að lesa komandi kafla.
—————————————————————–
Fyrir þrjúhundruð árum sköpuðu guðirnir veröldina eins og hún er þekkt í dag. Þeir sköpuðu fyrst drekana, verndara veraldarinnar og vitrustu verur sem til yrðu. Nethlos var skapaður úr gulli, Meron úr silfri, Agron úr bronsi, Telophon úr látún, Eroner úr platínum, Hakun úr kopar og Samun úr járni.
Því næst sköpuðu guðirnir álfa, haffólk, kentára og einhyrninga. Þetta voru fallegustu verur sem guðirnir höfðu skapað. Á eftir urðu til dvergar, stuttlingar og orkar, sterkir og ákveðnir. Þar á eftir urðu til menn, mínótárar og fönix. Ákveðnir í hverju sem þeir tóku að sér. Mennirnir sköpuðu borgir og vopn, mínótárar sköpuðu glundroða og dauða og við þann glundroða varð til nýr guð, Zael.
Zael skapaði sinn eigin dreka, Reos, úr eldi, myrkri og blóði. Þessi dreki olli meiri glundroða en mínótárarnir, meiri eyðileggingu en mennirnir og til varð sorg, þjáning og reiði.
Hinir guðirnir sjö skipuðu svo fyrir að Reos skildi gerður að manni án nokkurra annarra krafta drekanna. Í bræði sinni skapaði Zael andann Marid og færði honum afl til að gefa Reos aftur krafta sína. Reos notaði krafta sína til að smíða öflugasta sverð fyrr og síðar og með því drap hann hina drekana. Sverðið fékk nafngiftina Drekabaninn.
Með Drekabanan sér við hlið olli Reos á ný glundroða og þjáningu og hernam norðurhluta þekkta landsins. Enginn gat staðið í vegi hans og lifað. Álfar, menn, stuttlingar og kentárar mynduðu bandalag og börðust gegn Reos. Mínótárarnir og hinir fögru orkar sameinuðust Reosi gegn bandalaginu og í refsingarskyni fyrir það urðu þeir afmyndaðir af guðunum. Enginn skildi geta horft aftur framan í orkana eða mínótárana án þess að finna fyrir hryllingi og hatri.
Reos eignaðist son með álfkonu, en sonurinn sveik föður sinn og stal Drekabananum. Hann reið ásamt mönnum sínum til dverganámanna í vestri og var þar drepinn. Sverðið týndist og Reos var haldið í skefjum. Hann endurlífgaði son sinn og menn hans eingöngu til að senda þá í útlegð í auðninni í norðri.
Reos leitar nú Drekabanans ofar öllu öðru en bandalagið leitar sverðsins einnig. Sverðið eitt getur veitt sigur og því skiptir öllu að verða á undan. Bandalagið hefur sett saman flokk af mönnum, álfum, stuttlingum og kentárum til að finna sverðið og koma með það til baka. Leitin að Drekabananum er hafin.
—————————————————————–
Segið mér endilega hvernig ykkur fannst inngangurinn.<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font>
Kíkið endilega á <a href="http://kasmir.hugi.is/lundi86">kasmír síðuna mína</a