Það var einu sinni prinsessa sem átti heima í höll. Höllin var voða lítil þannig að hún komst bara fyrir í höllinni en enginn annar, þess vegna var prinsessan mjög einmana.
En einn dag kom til hennar maður sem hét Ólafur Ragnar Grímsson og var byggingarmaður, hann bauðst til þess að stækka höllina fyrir hana en það myndi taka nokkur ár þannig að hún yrði að flytja inn í skóginn á meðan.
Prinsessan samþykkti þetta og hélt inn í drungalega skóginn. Hún gekk vel og lengi og loksins fann hún fullkominn stað til þess að sofa á, það var lítill hellir hann var hlýr, lokaður en eini gallinn var að það var rosaleg pissufýla inn í honum. Prinsessan var voða dugleg að lifa af í skóginum. Eftir 2 ár var hún komin með svo sítt skegg að hún ákvað að snúa til baka.
En á leiðinni heim mætti hún krullhærðu skrímsli sem tók hana í gíslingu og það eina sem hún fékk að borða hjá honum var
skattaframlag með rottusósu og steiktur kvóti en krullhærða skrímslið gaf henni svefnlyf þannig að hún svaf í hálfa öld.
Þegar hún vaknaði sá hún að skrímslið var að klæða sig í jakkaföt, hún spurði hann hvert hann væri að fara og hann sagðist vera að fara á ráðstefnu. Prinsessan spurði skrímslið hvaða ár væri 2003 sagði skrímslið .
þegar skrímslið var farið ákvað prinsessan að reyna að komast í burtu, henni tókst það þegar hún kom að höllinni sinni sem var þá orðin risastór sá hún að það var skilti fyrir framan hana sem á stóð “Bessastaðir”. Hún fór inní húsið og það fyrsta sem hún sá var Ólafur Ragnar Grímsson í fótsnyrtingu. Hún tók á tal með honum hún sagði við Ólaf takk kærlega fyrir að laga höllina mína en nú máttu bara fara! Nei nei sagði Ólafur nú er ég konungur og þú skalt vera brúður mín svo dáleiddi Ólafur prinsessuna og kom henni í skilning um það að hún héti Dorrit Músarnef og að hún væri unnusta hans.
Um kvöldið fór Dorrit prinsessa að horfa á sjónvarpið en nei sko skrímslið var í sjónvarpinu og sagðist heita Davíð Oddsson og að hann ætlaði að lækka skatta.
Voða var prinsessan ánægð með lífið hún var sko ekki lengur einmana neinei hún átti fullt af vinum sem hún talaði við á msn.
Svona endar sagan um prinsessuna sem fannst höllin sín vera alltof lítil.
Höfundur Kristín G. (Litla systir mín)