ég held að ég hafi einhvers staðar séð að skáldsaga sé einhvers staðar yfir 50,000 orð. En ég sel það ekki dýrara en svo, að þetta var bara eitthvað sem ég sá. Persónulega hef ég lesið styttri skáldsögur.
Ef að ég ætti að meta það hvort að eitthvað sé skáldsaga eða nóvella, myndi ég frekar fara út í bókmenntalega greiningu. Það er nefnilega ýmislegt sem að skáldsagan hefur umfram nóvelluna, möguleikan á fleiri persónum, lengri og flóknari flækju, lausn/andlausn sem tekur lengri tíma að vinna úr osfrv.. Skáldsagan er mun stærri og flóknari en nóvellan, svo ekki sé nú talað um smásöguna.