Alveg er það merkilegt að fólk skuli geta dæmt eftir að hafa ,,kíkt“ eins og þú orðar þetta. Að sjálfsögðu geta þó allir haft sína skoðun, ekkert að því, þótt það sé skrýtið að geta myndað sér hana eftir eitt innlit.
Mig langar að benda þér á að síðan hringurinn opnaði 1. febrúar höfum við fengið sendar inn 106 sögur. Að meðaltali hafa verið að berast í kringum 50 umsagnir á hverju tímabili, sem er 1 vika.
Til samanburðar þá hafa borist hingað inn á þetta svæði 97 sögur frá 1. febrúar. Ég efast stórlega um að umsagnir hafi náð 50 á hverri viku og því síður að þær hafi náð því að vera eins vandaðar og ítarlegur og stærsti hluti okkar umsagna er. Að minnst kosti sýnist mér ekki svo vera.
Smásagnasvæði Huga hefur verið opið núna í drykklangan tíma og ætti því að hafa náð því að skapa sér ákveðinn sess, verða þekktur, ekki satt? Engu að síður hafa fleiri sögur verið sendar inn á Rithringinn sem var stofnaður fyrir 2 mánuðum síðan!
Það segir sína sögu held ég.
Umsagnir á sögur hér á svæðinu eru afar misjafnar að gæðum og einungis ein og ein sem virðist vera unnin af einhverju viti. Þar sem höfundur hefur greinilega legið yfir sögu og umsögn og lagt mikla vinnu í. Þar sem hann kemur með hugmyndir, úrbætur, bendir á hluti sem betur mætti fara. Þar sem hann bendir á orðalag, galla á byggingu sögu, vel útfært plott og svo mætti lengi telja.
Getur þú bent mér á margar umsagnir hérna sem eru þannig?
Þú segir að hver sem er komist inn. Það er rétt hjá þér að hver sem er getur skráð sig ef hann gefur upp fullt nafn og fæðingardag.
Hins vegar er eftirlit með notendum. Ef meðlimur skrifar umsögn sem við teljum að sé ekki málefnaleg, hún innihaldi persónulegar athugasemdir um höfundinn eða sé á einhver hátt ekki boðleg höfundi sögunnar og Rithringnum, þá fær sá hinn sami skilaboð frá Umsjónarmönnum þess efnis að þarna gildi ákveðnar reglur og hann verði að fara eftir þeim. Við höfnum umsögnum sem hlýta ekki þessum reglum. Ef fólk fer ekki eftir þessu þá verður það að yfirgefa hringinn. Sem betur fer hefur ekki komið til þess þar sem langflestir taka ábendingum vel og bæta sig.
Nú þegar eru 260 manns skráðir á hringinn og eru um 120 manns virkir, þó þeir séu auðvitað misvirkir. Þú segir að fáir nenni að rýna.
Ekki satt.
Þú gleymir að taka með í reikninginn að við fáum nýjar sögur í hverri viku að rýna, 6-8 sögur í hvert sinn.
Saga er að fá í kringum 7 umsagnir að meðaltali. Hvert er meðaltalið hérna?
Á síðasta mánuði rýndu 57 manns sögur, ekki slæmt myndi ég segja. Aftur væri forvitnilegt að bera saman þennan fjölda og þann sem rýndi sögur hérna á sl. mánuði. Þá er ég ekki að tala um komment eins og ,,frábær saga” heldur UMSÖGN.
Varðandi það sem þú segir með spjall þá er það rétt og er eitthvað sem við erum mjög ánægð með. Þarna er mun meiri umræða um bókmenntir og skáldskap en hér. Við höfum verið að hvetja fólk til þess að tjá sig um þessi málefni því umræða um listir er af hinu góða, hún stuðlar að þróun skáldskapar.
Ég hef tekið eftir því að hér er ekki sérstaklega mikið um umræður og er það miður. Það væri gaman að vita hversu margir hafa sent póst frá því 1. feb og hversu mörg skilaboð hafa komið inn síðan þá. Mér finnst fólk hérna vera sorglega óvirkt á spjallsvæðinu satt að segja.
Nú er ég notandi sjálf hér á Huga og finnst Hugi vera mjög skemmtilegur svo ég er ekki að rakka þetta niður hérna. Þetta er mjög þarfur vettvangur líka.
Svo þetta með að Rithringurinn sé slappur gæti bara ekki verið fjær sannleikanum. Ég skora á hvern sem er að koma þangað inn og kynna sér málið sjálfur.<br><br><a href="
http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a