Póstaði um þetta efni fyrir nokkru en mér til ótrúlega mikillar undrunar komu engin svör.
Á ég trúa því að inni á þessu áhugamáli, sem er HELGAÐ smásögum, þá eigi sér enginn sína uppáhaldssmásagnahöfunda?
Engin uppáhaldssmásagnasöfn?
Er fólk hérna virkilega ekki að lesa smásögur? Ég á nú bágt með trúa því, það væri bara of fáránlegt.
Hmm, þá hlýtur hin skýringin að fólk sé svona ofboðslega bælt..;)
Jæja, út með það? Með hverjum er mælt?
Ég kláraði Óvænt endalok e.Roald Dahl fyrir nokkru, mjög skemmtilegar sögur þar enda er þarna meistari á ferð.
Kláraði líka fyrir skemmstu Í allri sinni nekt eftir Rúnar Helga Vignisson, prýðileg bók. Sérlega samtölin, þau voru einstaklega vel skrifuð.
Svona, deilið með okkur hinum, segið okkur hvern við eigum að lesa næst :)<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a