Maðurinn stóð á byggingunni. Hann hafði ákveðið að taka eigið líf, hann gat þetta ekki lengur, hann vildi ekki lifa lengur. Af hverju fór þetta svona? Af hverju?
Hann hugsaði um síðustu daga. Hvernig hafði þetta gerst?
Hann hafði verið að skemmta sér með strákunum. Hann hafði verið aðeins neðan í því, en treysti sér samt til að keyra. Hvers vegna? Af hverju hafði hann verið svona heimskur? Óábyrgur? Vitlaus?
Þeir höfðu verið á leiðinni heim, áhyggjulausir. Í síðasta sinn hafði hann verið alveg áhyggjulaus, allra síðasta sinn í hans ómerkilega lífi. Nonni hafði haft á orði að hann keyrði hægt, svo hann jók ferðina, af hverju? Þvílík heimska hafði aldrei áður fundist. Hann hafði litið af veginum, þvílíkt ábyrgðarleysi! Þvílík heimska! Hann áttyi að kallast faðir! Ábyrgur! Hann átti þann titil ekki skilið! Ekki eftir þetta! Barnið hans átti skilið betri föður en hann, það var ekki spurning.
Hann ók fullur, keyrði hratt og leit að veginum, og svo hafði komið högg á bílinn! Hann gat ekki hugsað um þetta. “Jú! Þú skalt hugsa um þetta!” sagði rödd innra með honum. “Þú átt skilið að þjást eftir þetta kvöld!”
Það hafði lítil stúlka verið að fara yfir götuna, ekki eldri en 11 ára. Lítið brosmilt andlit, saklaust og hreint, varð á örstundu að skelfingarsvip. Hann sá hafa of seint, hann gat ekki stoppað. Hann hafði keyrt á hana. Höggið á bílinn var eins og hnífur í hjartað. Hvað hafði hann gert? Hann hafði ekki þorað að fara útúr bílnum. Þeir höfðu setið þarna, stjarfir. Þeir sátu þarna heila eilífð. 5 mínútur eða nokkra klukkutíma, hann vissi það ekki.
Einhver hafði hringt á sjúkrabíl. Einhver sem hafði séð þetta. Sjúkrabíllinn hafði komið og lögreglan líka. Hann var látinn blása í blöðru og svo handtekinn. Hann sá sjúkraliðana setja sjúkrabörurnar í sjúkrabílinn. Hann sá ekki í stelpuna. Það var teppi yfir henni.
Hann var keyrður á lögreglustöðina og yfirheyrður. Hann var kærður. Maðurinn sem sá hann, vitnaði í málinu. Úrskurðurinn yrði á morgun. Hann hafði fengið að fara geng tryggingu í dag. Hann yrði ekki læstur inni fyrr en á morgun. Þá yrði lífinu lokið. “Nei! Því lauk þegar þú keyrðir á stúlkuna! Drapst saklaust líf!þú átt ekki skilið að draga andann, lífi þínu er lokið! Án þín væri stúlkan enn á lífi!” hann tók fyrir eyrun, hann vildi ekki heyra. Þessi rödd hafði komið kvöldið sem slysið varð. Hann gat ekki sofið, borðað né hugsað!
Hann þoldi þetta ekki lengur.
Hann leit upp, sá himininn skýin og sólina.
Hann hugsaði um son sinn.
Hann stökk.