Hér kemur smásaga eftir mig. Hún er samt ekkert svakalega flott.

Ævintýraferðir Tvissís

Þessi saga gerist árið 2003 á plánetunni Mlowple. Þróuðustu verurnar á plánetunni eru Quinar.
Quinar eru líkir mönnum. Samt ekki í útliti. Quinar eru litlir, ca. 120 cm, með tvær hendur eins og við en ekki með neina fætur. Þeir eru með hjól sem þeir renna sér á um allt. Þeir eru miklu þróaðari en mennirnir.
Hér kemur ein saga um tvo Quinastráka. Þessi saga gerist snemma í maí og Tvissí er á leiðinni út í búð fyrir mömmu sína. Á leiðinni hitti hann vin sinn, Hráka. Þeir fóru með matinn heim til mömmu Tvissís og fóru svo út. Þeir gengu fram og tilbaka um götuna og voru að leita að einhverju til að leika sér. Þá sáu þeir allt í einu opinn bíl. Þeir stóðust það ekki að fara inn í bílinn.
En allt í einu voru þeir farnir af stað. Nú urðu Tvissí og Hráki dálítið hræddir en samt fannst þeim þetta svolítið spennandi.
Þeir litu upp til að gá hvort þeir vissu hver væri í bílnum.
Þetta var pabbi Hráka. Núna urðu þeir hræddir en ákváðu að segja honum frá því að þeir væru hérna. mömmunum hugboð um hvar þeir væru. Þeir voru fljótir til Lúggborgar enda keyrði bíllinn á 670 km/klst eins og flestir bílar á þessari plánetu.
Fyrst þurftu þeir að fara á fund því að Slubbi fór til Lúggborgar til þess. En það var allt í lagi því að hann vann í kexverksmiðju og fór hingað til að prófa og ákveða nýjar bragðtegundir. Tvissí og Hráki fengu að dæma hvaða bragðtegundir hentuðu börnum.
Þeir fengu 10000 gúggí fyrir það [1 gúggí = 0,25 kr].
Áður en þeir fóru heim fóru þeir á McSlím, sem er mjög vinsæll skyndibitastaður á Mlowple. Þar fengu þeir uppáhaldið sitt, slímborgara og nóg af Slóka Slóa. Þeir ákváðu að fara í leikfangabúð til þess að eyða gúggíunum sínum. Tvissí valdi sér ofurgreindarvélmennið Obbylobby sem gat talað og reiknað.
Hráki valdi sér ofurrosapenna sem gat blístrað yfir 100 lög og skotið slími.
Þeir voru ekkert að flýta sér heim. Keyrðu bara á 590 km/klst.
Þegar þeir voru komnir heim var kominn matur. Báðar fjölskyldurnar ákváðu að grilla og á eftir fengu allir ís. Svo fóru allir að sofa.
Í hvaða ævintýrum skildu Tvissí og Hráki lenda næst í ?