Þetta mun vera saga sem ég og vinur minn sömdum. Okkur fynnst hún svaka fyndin og við vonum bara að ykkur finnist það líka… eða eitthvað.

Jökuls-Saga
1. Kafli

Þegar nú er komið til sögu er árið 1918 um það bil að renna í garð. Jólin nálgast og kalt er í veðri undir Haftarfelli á Norður-Mýrdalsbaugum. Melkorka Játvarðsdóttir og Jökull Benjamínsson áttu góða stund við arineldinn í stofunni. Vildi svo skemmtilega til að jólasveininum þætti gaman í fótbolta, svo um varð og ó að Melkorka skellti upp úr. Þá brá jólasveininum heldur betur í brún svo þau hlæja dátt þangað til að þau falla í ljúfan svefn, öll saman fyrir framan arineldinn. Vaknar Jökull við mikinn hita og æsing kúnna í fjósinu Búfelli, þá hafði kviknað í arininum og jólasveinninn, réttu nafni Jósafat Krókur Hallbjarnarsen var í þann mund að fara á fætur og búast heimgöngu en þegar kom að brottför mætti hann eldi miklum í baðstofunni, hleypti hann þá öllum vindi í átt að eldinum og fannst Jökli það út í ystu æsar. Þá kom Jósafat að orði við Jökul: “Mjög ert þú haustómur að ganga til svefns án þess að leggja niður hættu og væta eldinn”. Jökull iðraðist gjörða sinna og vakti Melkorku í öngum sínum, veltist þá Melkorka um og æpti hástöfum. Þá æstist sveinki og ógnaði Jökli, “hvernig ferðu með fljóð ungi sveinn, þú átt margt eftir ólært og skaltu hafa hugfast að mikið óveður gengur á úti um þessar mundir og þarf ég að fara til byggða í flýti, þú verður að sjá um fljóð og annan búskap í millitíð”. Rauk þá sveinki til dyra og opnaði í flýti en fór sér að voða og rak hausinn í dyrakarm breiðann. Þá brást Melkorka skjótt við og lést sem látin væri til að fífla Jökul. Jökli þótti þetta ekki skemmtun mikil og brást harkalega við. Melkorka varð sem bandóð og gaf Jökli kinnhest, varð hann skapbráður og gekk í hringi þar til ringlaður var og hrasaði um koll. Þá gekk Melkorka frá þeim báðum rotuðum og við arineld mikinn á bústað til næsta bæjar og sótti Játvarð föður sinn. Var mikill asi þar á bæ því hjákona hans Játvarðs var heit í hamsi við kökubakstur fyrir jólin, gekk hann Játvarður þá frá býli sínu til Haftarfells að hemja eldinn. Þegar komið var að Haftarfelli féllu honum allar hendur lausar, hafði hann þá séð kýrnar hoppa hæð sína í loft upp. Í þann mund var Jökull að ranka við sér og hljóp til fjóss að aðgæta kúa, þá voru þar komin Melkorka og Játvarður í stígvél og tilbúin að hemja eldinn. Þegar eldur var haminn brá fólki aldeilis í brún, skotta hjákona Játvarðs komin til að ná í getnaðarvarnir sem hún hafði gleymt hjá Jökli kveldið áður. Þá rann upp fyrir Játvarði að hjákona hans héldi fram hjá honum með Jökli, Skall þá í koll á Melkorku að þeir væru einn partur af stórri svikamillu norð-austur löndum. Hún hélt fram þeirri hugdettu og að lokum játuðu þeir sök sína um að hafa orðið viðrini að stóru nautakjötssmygli sem átti sér stað á hafnarbakka Múlatanga.

Síðar munum við semja fleiri kafla og kannski skella þeim hér inn… allavega fer hún á heimasíðuna sem ég er að gera núna. Takk fyrir…