Maðurinn sem meig.
Maðurinn sem meig.
Eftir langan vinnudag í garðyrkjustarfinu við að hafa eytt 9
klukkutímum í að reyta arfa og slá gras var Jón afar ánægður
yfir að koma loksins heim. Hann hafði unnið í sjóðandi heitri
sól og þráð að komast heim og drekka bjórkippuna sem þeir
feðganir höfðu keypt kvöldið áður. Jón bjó með föður sínum
og eldri bróður og höfðu þeir búið saman síðan Jón fæddist
eða síðan móðir hans dó við að fæða hann fyrir 26 árum.
Hann ætlar sér að gera það sama og allar menninir í ættlið
föður hans; vinna erfið garðyrkjustörf eins og ekta mönnum
sæmir og koma svo heim og þamba bjór og var það það
besta og skemmtilegasta sem hann gerði því það var einmitt
sem hæfði honum best. En þennan dag sem Jón kom heim
þráandi í kaldan bjór fann hann fyrir miklri löngun til að míga.
Svo honum datt í hug að drífa það af svo hann gæti notað
bjórsins betur. Pssssssssss, þvagið rann ofan í klósettið á
meðan Jón starði á vegginn og hugsaði um það hvort eitthvað
gott væri í sjónvarpinu og það minnti hann á að Seinfeld ætti
að byrja eftir nokkrar mínútur. Svo fór hann hugsa um hvað
hafði orðið af bróður hans, hann var vanalega komin heim á
undan honum, kannski fór hann að kaupa mat eða-Ónei!
Kannski hafði hann drukkið allan bjórin og kannski þurfti hann
þá að sætta sig við vatn erkióvin hans sem bragðaðist eins og
loft eða sem var reyndar líklegast loft í fljótandi formi því enda
benti svo margt til þess. Jón ætlaði sér að hlaupa að
ísskápnum og gá hvort bjórinn væri búinn en hann var ennþá
mígandi. Huginn hans reykaði um og hann fór að hugsa um
fallegu konuna sem var nýbyrjuð að vinna á Landakotstúni
(þar sem hann vann). Úff, það voru hlutir sem hann væri til í að
gera með henni sem gætu aldrei verið að veruleika því
veruleikinn mundi aldrei leyfa þessa saurugu hugsanir verða
að veruleika því enda vildi Jón þetta ekki í raun eða kannski
vildi hann það en mundi bara aldrei þora að láta af því ef hann
fengi tækifæri. Jæja, hugsaði hann með sér, er mígið ekki
bráðum að verða búið. Pssssssss, heyrðist bara, fjörutíu og
fjórar sekúndur liðu og Jón fór að verða mjög óþolinmóður.
Hann þráði að vita hvort bjórinn væri búinn og hann þráði svo
að fá sér kaldan góðan bjór og hann þurfti þess og þá meina
ég að hann raunverulega þurfti þess jafnvel þó það myndi
teljast sem gerviþörf því maður ætti aldrei að vanmeta
gerviþarfir. En mígið leyfði það ekki heldur meig hann og
meig, hann reyndi að hreista hann til að gá hvort það mundi
hætta en það hætti ekki. Jón vildi helst bara hætta að míga.
Tæp mínúta leið, Jón andvarpar djúpt. Ókei, segir hann við
sjálfan sig, nenniru að hætta þessu. Hann reyndi bara að
hugsa um eitthvað annað og fór aftur að hugsa um stelpuna,
Seinfeld og bjórinn. Var bjórinn búinn eða beið hann eftir að
verða drukkin. Nú fór hann að verða hræddur því í meira en
tvær mínútur hafði hann staðið þarna og kastað frá sér þvagi.
Aðrar tvær mínútur liðu og Jón var að verða brjálaður, hann
hoppaði órólega og smá piss fór út fyrir. Hvað er í ísskápnum,
hugsaði hann, er bjórinn búinn?! Það eina sem hann vildi var
að fá sér kaldan bjór og horfa á Seinfeld en mígið hélt honum
föstum. Hvað er að gerast?! Æpti hugsanir hans, þetta er ekki
eðlilegt gæti ég verið veikur? Jón leit ofan í klósettið og tók eftir
því að það var næstum fullt af þvagi. Guð minn góður, sagði
hann við sjálfan sig og stökk að baðkarinu og notaði það sem
klósett. Skyndilega opnast útihurðin og bróðir hans gengur
inn. Halló ! Öskrar Jón, hver er þarna?! Klósetthurðin opnast
og bróðir hans stendur í dyragættinni. Uhhh, hvað eru a-OJ!
Ertu að míga í baðkarið hálfvitinn þinn?! Öskrar bróðir hans
undrandi. Ég get ekki hætt, svarar Jón með vandræðalegum
tóni. Bróðir hans bakkar hægt úr klósettinu með
viðurstggðarsvip og lokar hurðinni. Hjálpaðu mér! Öskrar Jón
til hans, ertu þarna? Hjálp! En bróðir hans svarar ekki heldur
hreistir hann bara hausinn, nær í bjórkippu úr ísskápnum og
sest við sjónvarpið og byrjar að horfa á Seinfeld á meðan Jón
mígur óstöðvandi í baðið og heyrir í hlátri bróður hans og
“áhorfendana” sem eru fastir í sjónvarpinu. Hey, er Seinfeld
byrjað? Spyr Jón en heyrir bara í hlátri bróður hans. Hvað er
að gerast? Spyr hann aftur, er eitthvað fyndið í gangi?! Komdu
bara ef þú villt sjá, svarar bróðir hans hlægjandi. Nei ég get
það ekki, segir jón með lágværi röddu. Rúm mínúta líður og
Jón er að deyja úr forvitni og löngun til að sjá þáttinn og ekki
hjálpar hláturinn úr bróðri hans. Jón dregur andann, heldur
míginu inni, hleypur fram í stofu og sest í sófann við hliðin á
bróður sínum. Andlit Jóns var strax orðið rautt því hann gat
ekki andað og hann gat ekki andað því ef hann hefði andað
hefði hann ekki getað haldið lengur í sig og migið yfir allt. En
það var ekki möguleiki að hann gæti þraukað lengi því eitthvað
fyndið hlaut að koma í Seinfeld fyrr eða síðar og þegar hann
hafði aðeins setið niðri í nokkrar sekúndur kom einn ótrúlega
fyndinn brandari sem kitlaði hláturtaugarnar á bræðrunum
eini munurinn á þeim var að bróður Jóns gat hlegið á meðan
Jón andaði ört úr nefi sínu (eða hló úr nefi sínu) og andlitið
varð mikið rauðari enn fyrr. Bróðir hans hló og hló. Svo rétt á
undan fyrri brandaranum kom annar enn fyndnari brandari og
þá gafst Jón upp. Vatn byrjaði að renna úr augum hans,
andlitið gerðist fjólublátt, hann andaði nú mikið örar úr nefinu
enn fyrr og skyndilega hlýtur þvablaðra hans hafa sprungið því
Jón hreinlega bara sprakk! Þvag flaut útum allt, blóð og innyfli
skutust á veggina og limirnir flugu í allar áttir og eitthvað af öllu
þessu fór á bróður hans sem gjörþagði og horfði á staðinn
sem Jón hafði setið á, leit svo hægt á bjórinn sem var í
lófanum hans og sagði reiður: Jón! Hvað ertu að gera fíflið
þitt?! Taktu eyrað þitt úr bjórnum mínum, ég er að reyna að
slappa af!