Hringur stökk út og tók eftir því að hann var í ruslhúsasundi; þarna var róni í brennivínsdauða og mikið af rusli og brotnum flöskum. Hringur leit upp á húsið sem hann hafði verið í. Þetta var skrítið steinhús á tvem hæðum en þó einni…neðri hæðin var bara stigi og nokkur ryðguð reiðhjól. Þeir Arnar höfðu verið fyrir á efri hæðinni. En nú var efri hæðin í ljósum logum.
- Komið ykkur héðan ella ég dreg ykkur inn!, sagði maðurinn með byssuna út úr glugganum sem hann öskraði út úr. Svo hvarf hann úr glugganum. Nokkrum sekúndum síðar kom hann út með svarta haglarann á lofti. Hann miðaði á þá félaga. Hann gekk nær alveg þangað til að hann stóð aðeins 1 metra frá Hring og Arnari sem var á hægri öxl Hrings. Dauðaþögn.
- Hypjið ykkur. Ekki segja NEINUM…hver ég er, hvæsti byssumaðurinn og rétti honum lítinn miða. Nú hlóð hann byssuna og gerði sig tilbúinn að skjóta, En þú verður dauður hvort sem er…sjáumst í helvíti!
- NEI!!, öskraði Hringur og dró upp hulstrið af spólunni sem hann hafði tekið. Hann lamdi af öllu afli þrisvar sinnum í nauðasköllótt höfuð byssumannsins, ÞÚ ERT EKKI MJÚKUR OG MEYR!! ÉG VISSI ÞAÐ ALLANN TÍMANN!!, öskraði Hringur og leit á hulstrið; Bruce Willis - Die Hard II, …takk Bruce…, muldraði Hringur og glotti. Þegar að hann ætlaði að fara að hlaupa burt heyrði hann sírenuvæl; 2 slökkviliðsbílar, 2 sjúkrabílar, 1 lögreglubíll og einn ómerktur lögreglubíll komu æðandi og snarhemluðu svo þeir fóru á ská fyrir framan húsið. Út úr ómerkta lögreglubílnum ( eða öllu heldur jeppanum) kom enginn annar en Friðfinnur rannsóknarlögreglumaður, kunningi fjölskyldunnar sem á Beggu, seinþroska barnið.
- Hvar er maðurinn!?, spurði hann æstur.
- Þarna liggjandi!! Hann fer í fangelsi, ekki satt?!
- Mmmm…, muldraði Friðfinnur óskýrt, en KOMDU ÞÉR OG ARNARI Í SJÚKRABÍLINN, HANN ER SÆRÐUR!!
- ÓKEI!!, æpti Hringur vegna hávaðans í sírenunum. Hringur stökk að sjúkrabílnum. En á miðri leið varð allt í þoku, hann hneig niður og sá út undan sér að Arnar rann úr höndum hans og í stórgrýtta mölina.
- Huu…, rumdi í Hring. Hann var á sjúkrahúsi.
- Jæja. Ertu nú vaknaður? Það var tími til kominn, heyrði hann einn lækninn segja. Hann hóaði eitthvað og inn kom mamma hans, pabbi hans og stóra systir hans og…
- Arnar?!
- Hringur, sagði Arnar eins og hann væri að segja halló.
- Hringur. Þér mun eflaust finnast þetta skrítið en þú ert búinn að vera í dái í 5 vikur. Þú hneigst niður af hita, brunasári, svita, og af einhverjum ástæðum fundum við…(andvarp)byssukúlu í bakinu á þér.
- HA?!?
- En hún var fjarlægð og þú ert alveg heilbrigður núna, en þú þarft endurhæfingu fóta og handa því að þú hefur hvorki hreyft legg nú lið sjálfur í rúman mánuð.
- E-en hvað gerðist við Arnar?
- Í honum fundum við 5 byssuskot, hann var mjög særður, en hafði þó meðvitund í nokkrar mínútur.
- J-jaá. En hvaða hvellur kom í húsinu?
- Það varð sprenging að völdum gasleka sem komst í tæri við rafmagn og vatn…sprengingin var mikil og þú og Arnar fenguð brunasár af því og urðuð mjög heitir og sveittir og þið áttuð þar með erfitt með andardrátt.
- Mmmm…, muldraði Hringur og lokaði augunum.
Nú var 1 ár liðið frá atburðinum og Hringur skoðaði albúm með úrklippum úr dagblöðum sem að mamma hans hafði gert á meðan að hann var í dái.
“Bruce Willis gómaði glæpamann”
“15 ára drengur í dái - gómaði glæpamann skömmu áður”
“Vopnað rán - 6 látnir og 2 ófundnir”
Hringur glotti. Nú stakk hann spólunni í og bjó sig undir að horfa á mynd með Bruce Willis í aðalhlutverki; Die Hard II.
ENDIR <br><br><font color=“Black”>__________________________________________________</font>
<font color=“Maroon”><i>Fyrir þá sem ekki vissu það þá stendur </i><b>LPFAN</b><i> fyrir </i><b>L</b>inkin <b>P</b>ark <b>FAN</b><i> (FAN = aðdáandi) , ekki <b>L</b>iver<b>P</b>ool <b>FAN</b>!!</i></font>
<font color=“Black”>__________________________________________________</font>
<font color=“blue”>Mottó: </font><font color=“green”><b><u>Stay çool, not a ƒool</b></u></font>
__________________________________________________
<a href="http://www.tekzoned.com/“>TekZoned</a> I <a href=”http://www.geocities.com/coolisti11“>GeoCities</a> I <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=LPFAN“>Skilaboð</a> I <a href=”mailto:joe11joe@hotmail.com“>E-Mail</a>
__________________________________________________
<font color=”Purple“>MSN = J-çool (<a href=”mailto:joe11joe@hotmail.com">joe11joe@hotmail.com</a>)
BT.is = Joe11
Cheatstation = joi123cool
Hugi = LPFAN</font