…
- ARNAR!?
- Hringur..?
Stólar þeirra voru hlekkjaðir saman svo þeir gáu ekki séð
framan í hvorn annan. Hringur skimaði í kringum sig til að
reyna að skilgreina umhverfið og geta giskað hvar hann var.
Herbergið var dimmt og kalt, svolítið drungalegt. Maðurinn með
riffilinn var sestur í rauðan sófa sem var svolítið slitinn. Hann
var með hvítan kaffibolla í hendinni.
- Hvað eruð þið gamlir, strákar mínir?, spurði byssumaðurinn
með undarlegri blíðlegri röddu en hljómaði með vott af
kaldhæðni.
- Uuu…14 ára…, muldraði Arnar veiklulega.
- …hann verður 15 eftir nokkra mánuði, sagði Hringur ákveðinn.
Hann vildi ekki láta þennan mann vaða yfir sig.
Byssumaðurinn stóð upp og fór eitthvert á bak við Hring.
Hringur spurði Arnar í hvaða herbergi maðurinn hefði farið í.
- Hann fór í…eldhúsið, sagði Arnar og hljómaði eins og hann
væri særður.
- Er í lagi með þig, Arnar?
- J…jaaá…, muldraði hann eins og hálfmeðvitundarlaus.
Maðurinn kom með heita súpu, sennilega bollasúpu frá Knorr,
og hún bragðaðist ágætlega. “Maðurinn hefur þó samvisku”
hugsaði Hringur meðan að hann súpti á súpunni með lausu
hendinni sem maðurinn hafði losað. Það var gott að geta hreyft
handlegginn aðeins.
- Og hvað heitið þið, piltar?
- Ég heiti Hringur og hann Arnar, sagði Hringur frekar
höstugur og MJÖG ákveðinn á svip.
- Hehe, jahá. Sjaldgæft og algengt. Eruð þið saman í bekk?
- Já. Og við erum…
BÚMM!!!!!!!!
Mikill hvellur kvað við og Arnar vaknaði en riðaði svo. Maðurinn
losaði þá alveg um reipin og keðjurnar. Hringur stökk upp og
tók á rás.
- ARNAR!!
Hann fór til baka og tók Arnar upp á öxlina. Arnar rumdi og
stundi alla leiðina greinilega fullur sársauka.
- Þetta verður allt í lagi, Arnar…
“Allt verður í lagi……”
—
Friðfinnur bankaði upp á heima hjá Arnari.
- Halló, sagði mamma Arnars, hver ert þú og hvert er erindi
þitt?, spurði mamma Arnars með laumulegt glott á vörunum.
- Já, ég heiti Friðfinnur og ég er rannsóknarlögreglumaður. Ég
er að leita að hugsanlegu vitni, Hringur Grétarsson, er hann
hér með syni þínum?
- Neeei…, voru þeir ekki heima hjá Hring?
- Humm…nei…veistu eitthvað um ferðir þeirra?
- Ja, þeir fóru út í sjoppu í gærkvöldi. Og nú er klukkan 11 á
laugardegi…hvað getur hafa gerst?, sagði mamma Arnars með
skelfingarsvip sem yfirgnæfði glottið sem var oftast til staðar hjá
henni.
- Málið er að það var framið vopnað rán í gærkvöldi. 3 létust og
enginn af þeim heitir Hringur eða Arnar…
- G-guð mi-minn almáttugur…, náði hún að stama upp áður en
hún þurfti að setjast niður á koll.
- Það er möguleiki…að þeir séu enn á lífi…
Framhald síðar…