þessi er frekar stutt…

Fuglinn tókst á loft. Hann flaug hátt. Útsýnið heltók hann, fegurðin og spennan. Hann fann fyrir frelsi. Hann flaug, óháður og frjáls. Enginn skipti sér af honum né ráðskaðist með hann, enginn réð hvert hann flaug. Hann réð sér sjálfur. Oft hitti hann aðra fugla, en fylgdi þeim ekki, hann fór sína eigin leiðir. Enginn hafði áhrif á flug hans, enginn gat stöðvað hann. Honum fannt hann öðrum æðri. Hann horfði niður á jörðina, lífið þar. Honum fannst dýrin á jörðinni óheppin að geta ekki flogið, þau vissu ekki af hverju þau voru að missa. Hann hæddist að þeim. Hann vildi ekki lenda, ekki fara úr þessu frelsi. Hann flaug áfram, honum fannst hann ósigrandi. Hann hætti að gæta sín, enginn gat skaðað hann. Svo heyrðist hvellur, fugl þar nálægt féll niður. En það stoppaði ekki þennan fugl, þetta gæti aldrei komið fyrir hann. Hann hló. Enginn gat stöðvað hann
Svo heyrðist annar hvellur.
Fuglinn féll til jarðar.