Ég gekk eftir götunni.
Út af hverju þurfti hann að vera farinn??
Út af hverju vinur minn??
Út af hverju ekki einhver annar?
Við höfðum verið vinir frá 6 ára aldri .
Við hittumst fyrst úti á róluvelli,hann var bara einn en ég og vinkona mín vorum saman að leika okkur.
Við byrjuðum að tala við hann .
Hann var víst nýfluttur í hverfið.
Eftir þetta spjall urðum við bestu vinir!
Núna á ég engan að nema Rósu vinkonu.
Það þykir engum vænt um mig á þessu munaðarleysingjaheimili!!
Mig langar helst að strjúka!
Þetta er víst bara veruleikinn.
Maður verður að horfast í augu við veruleikann þótt hann sé stundum erfiður.
Ég gekk að dyrunum hjá Rósu. Hún opnaði ,var með tárin í augunum.
Við töluðum um allt milli himins og jarðar.
Mér leið betur þrátt fyrir að mér leið enþá illa.
Ég á vinkonu,og það er gott að hafa einhvern sér við hlið.