sendi þetta reyndar líka á Dulspeki…
hæhæ…ég er hérna að senda inn sögu sem ég bjó til, bara svona í samræni við dulspeki…eruð þið myrkfælin?…ég er alla vega svolítið myrkfælin. Ef það eru einhverjar málfarsvillur…þá ekkert vera að spá neitt of mikið í þær…en lesið þatta bara…og segið mér endilega álit ykkar!
Ég geng hægt og rólega niður laugarveginn…myrkfælnin að drepa mig. Kuldalegur andardráttur, og svört slæða myrkursins vefur enn þykkari hring um himininn. Fótatök nálgast fljótt. Hraðar, hraðar, hraðar, hraðar. Ég flýti mér eins og ég get, en þau fara sífellt hraðar og hraðar og ég verð sífellt þreyttari og þreyttari. En ég má ekki gefast upp…má ekki gefast upp, má ekki…má ekki…ekkk-i….má….ekk-i……& #8230;ge-f-ast u-ppp…
Ég sé loksins glytta í dyrnar mínar hurðinni, ég hleyp hraðar og hraðar, en alltaf heyrast fótsporunum meira og meira og meira, hraðar og hraðar! Ég gríp í hurðarfóninn, ég flýti mér kjökrandi inn, loka henni og læt mig síga niður hana grátandi þegar ég hef lokið við að kveikja yndislega ljósið sem lýsir upp herbergið og sendir örlítinn bjarma út! En allt í einu rofnar ljósið, það er horfið, öll góða birtan…horfin á braut, farin…, og allur ilmurinn af hlýunni horfinn! Ég fikra mig hægt að rafmagnstöflunni og opna skúffu, gríp kerti og eldspýtur, kveiki á kertinu og stend á fætur. Ég opna rafmagnstöfluna…það hefur verið klippt á vírana og allt tekið úr sambandi. Ég nudda augun aftur og aftur, og slæ í kinnarnar og hvað eina. Er ég örugglega ekki sofandi ? spyr ég sjálfa mig. Ég gríp um fölt andlitið skelkuð og læðist með kertið að hverjum glugga, hverri hurð og hverri rifu á húsinum og loka fyrir. Og loka niður í kaldrifjaðan og draugalegan kjallarann! Það heyrist bankað á kjallaradyrnar, hátt og hvellt, ég hleyp upp í stigann. Ég læðist upp á efri hæðina og geri það sama þar og læsi upp á háaloft og geng inn í herbergið mitt. Öll ljós slökkt nema þetta eina kerti, ég reyni að kveikja á öllum ljósrofum, ekkert gerist, og ef eitthvað gerist þá er það að ljós kviknar aðeins í 1 lítið yndislegt og frábært sekúntubrot en er það slökknar verður minningin ljótt og andstyggileg! Ég hátta mig og reyni að kveikja á sjónvarpinu, neinei…auðvitað virkar það ekki heldur, svo ég mjaka mér í rúmið og ríni í kringum mig í leit að vekjaraklukkunni, þarna er hún. En gormarnir lafa útúr henni svo hún virkar víst ekki! Ég gefst upp! Ég læsi mig inni þar sem ég er viss um að þar séu engir aðrir. En skyldilega slökknar á kertinu.
Ég dreg sængina upp fyrir haus og reyni að sofna.
Hvað hefur komið fyrir ?
Daginn eftir vakna ég við hávær köll. Það er barið fast á allar dyr hússins til skiptis, hver á fætur annari. Það er enn dimmt úti og sú litla þoka sem er gerir myrkrið verra og dekkra! Ég hjúfra mig niður og held niðri í mér andanum. Loksins dregst ég fram úr þegar bönkin hætta og læðist fram. Ég fikra mig niður stigann og inn í eldhús. Ég lít á klukkuna, hún er orðin hálf 2, hvað er í gangi ? Hafði ég misst heilan dag úr lífi mínu eða svaf ég svona lengi…en þá mundi ég að þetta var náttúrulega rafmagnsklukka og hún stoppaði þegar ég kom heim í gærkvöldi. Ég fékk mér eina brauðsneið og læddist að kjallaradyrunum, þær voru opnar, nei, jú ég hélt það, og líklega þú líka en nei, þær voru harðlæstar og ég andaði léttar. En þá fann ég að einhver stökk á hurðina
ég er búin að skrifa meira…en það er meira svona um hvernig þessi kona reynir að hjálpa lítilli stelpu sem finnur fyrir manni í kjallaranum sínum og eitthvað :S…