Kæra dagbók
Ég var vakin kl. 11:30, auðvitað var það Raggi litli bróðir minn, eins og alltaf, kemur inn og syngur “súrmjólk í hádegi og Cherios á kvöldin”…alveg óþolandi.
Ég rek hann út og fer síðan aftur að sofa. Mamma kemur inn eftir hálftíma og segist vera að fara að kaupa í matinn og ég verði að koma með.
Auðvitað sagði ég “kemur ekki til mála” þá öskraði mamma “Júúú” ég flýtti mér að svara “ok”.
Ég klæddi mig í föt og fór út í bíl til mömmu, á leiðinni út í búð hugsaði ég mikið geta mömmur verið leiðinlegar.
Við vorum komnar út í búð fimmtán mínútum seinna og allt sem mamma týndi í körfuna var ekki vanalegt, fullt af gosi, snakki, kökum og nammi.
Ég skildi ekki upp né niður en ákvað að þegja alla leiðina heim.
Þegar við komum heim voru allir vinir mínir komnir, þá mundi ég allt í einu að ég átti afmæli.
Þess vegna vildi mamma að ég kæmi með sér útí búð, á meðan var verið að undirbúa afmælið mitt.
Já, stundum geta mömmur verið ágætar.
Kveðja Hanna