Ég er ekki búinn með þessa sögu, en kem vonandi með framhald/endi á hana seinna. Njótið þess sem komið er!

1.kafli
Hvitlaukspítubrauð frá samsölunni

Héðinn Jónasson sonur Jónasar frá myllu var PÍTUBRAUÐ.
Faðir hans var gæðapítubrauð frá Myllu bakaríi. Hann átti Héðinn í framhjáhaldi með hvítlauksbrauði frá samsölubakaríi, þannig að Héðinn varð aldrei neitt almennilegt hann var bara hvítlaukspítubrauð frá samsölubakaríinu.
Héðinn átti erfiða barnsæsku, faðir hans snéri baki við honum af því hann vildi ekkert með framhjáhald að gera og hin brauðin í pakkanum skildu hann útundan og stríddu honum.
Móðir hans hafði endað ævi sína með því að rotna og deyja á
hillum 10-11 og var síðan bara hent.
Héðinn vildi ekki enda ævi sína svoleiðis, honum langaði að verða keyptur en því miður var hans pakki aldrei keyptur.Hann horfði á alla hina pakkana vera keypta af glöðum og ánægðum kúnnum.
Hlýðum nú á frásögn hans sem var tekinn upp rétt fyrir dauða hans.

Einu sinni var ég mjög nálægt því að verða keyptur. Það gerðist í Mars mánuði að lítill strákur tók mig upp og ég ljómaði af gleði á meðan hin brauðin kviðu fyrir endalokum sínum.Strákurinn fór og spurði mömmu sína hvort hún vildi kaupa okkur. En mamman sagði að henni finndist hvítlaukur vondur.Hvílíkir fordómar gegn okkur. Hin brauðin stríddu mér margar vikur með þessu. “Varstu hugfanginn af Labbakútnum”
“Ást við fyrstu sýn” “Vildiru ekki fara eins og mamma þín” Þeir hlógu alltaf illgirnislega þegar þeir sögðu þetta. En ég lét þetta ekki buga mig, ég hugsaði alltaf til sögu sem mamma mín hafði sagt mér um ofurbrauðið sem hét: Þriggja korna brauðið. Það varð til úr einu fræi sem að einhver kjúklingur úr sögu um gula kjúllann eða eithvað svoleiðis átti. allavega þegar kjúllinn ætlaði að borða brauðið þá lamdi “ÞRIGGJA KORNA BRAUÐIД hann í klessu og skilaði honum á réttan stað það er að segja til KFC=kentucky fried chicken. Ég ætlaði að verða eins og “ÞRIGGJA KORNA BRAUÐIД

2.kafli
Langþráður kaupandi

Loksins eftir langa langa langa langa bið kom annar kaupandi sem leit í hilluna okkar. Hún tók upp pakkann okkar og skoðaði hann í krók og kima undir og ofan báðar hliðar og athugaði verðið. Loksins ákvað hún að kaupa hann. LOKSINS LOKSINS var draumakonan í lífi mínu kominn. Hún hét Þrúður Geirsdóttir, ég sá það af því að hún borgaði með VISA.
Hin brauðin kviðu því að enda milli hvítra skolta í nánustu framtíð, en ég, ég var ánægður og stoltur með að hafa verið keyptur og ég var enginn bleyða eins og hin brauðin.

Þegar við komumheim til Þrúðar þá kom í ljós að hún átti mann sem hét Járngeir og var á að giska fimmtugur. Hún átti eina 11 ára stelpu sem hét Jónína svo var einn lítill þarna líka hann var 3ja ára gamall og hét Hilmar.

3.kafli
Kvöldmaturinn

Þrúður bjótil pítur í kvöldmat HVÍTLAUKSPÍTUR!
Hún skar niður grænmeti til að setja ofan í okkur og bjólíka til hakk.
Það var sett ofan í allar píturnar nema mig, hún sagði að ég væri ónýtur.
Ég sat einn og yfirgefinn á meðan ég sá hana fara inn í borðstofuna með hin brauðin. Ég heyrði öskurinn í pítunum um miskunn og þar á eftir sársaukavein sem framtennur voru að valda, þar á eftir dóu þau út í ámáttlegt væl þegar jaxlarnir brytjuðu þau niður.En Hlátrasköll frá fjölskyldunni við matarborðið yfirgnæfðu allt þetta. Ég var viss um að nú voru pítubrauðin hin ánægð að hafa gert einhverjum gott, eftir allt það vonda sem þau höfðu gert við mig.
Þegar þau voru búinn að borða komu þau aftur inn í eldhús, södd og ánægð.
“mamma hvað á ég að gera við ónýta pítubrauðið” spurði Jómína mömmu sína. “Hentu því bara þaðer hvort sem er svo hart og ógeðslegt”. Henda mér? Heyrði ég rétt ætluðu þau að henda mér? Já það varð raunin þau hentu mér bara. MORÐINGJAR ég skildi sko láta þau gjalda fyrir þetta þegar ég kæmist út og yrði að “ÞRIGGJA KORNA BRAUÐI” Já bíðiði bara vonda fólk. En hvar var é eiginlega, ég leit í kringum mig. Þarna var bananahýði, skyrdós og ónýtt karatebelti ásamt öðru rusli.
“Hver ert þú” spurði karatebeltið. “Ég er Héðinn Jónasson sonur Jónasar frá myllu og er HVÍTLAUKSPÍTUBRAUÐ en þú”. “ Ég er karatebelti sem að Jónína átti einu sinni, og ég heiti MacBig Fried kallaður MacBig. Og þetta er vinur minn Jónsi bananahýði. Hvað ert þú að gera hér?” Spurði MacBig. “ Mér var bara hent af því að ég var harður”. “ þú getur sofið viðhliðina á rónanum sem er merktur CARLSBERG. Á morgunn kemur öskubíllinn og þá förum við á haugana”.
En ég vildi ekki fara á haugana og mig hafði alltaf langað til að vera sjómaður þannig að ég klifraði upp úr ruslinu og lagði af stað í leit að klósetti.
VÁ! Hvað þessir fætur voru risastórir þegar að maður er að reyna að forðast þá af mestu varfærni, og það er næstum ógjörningurað færa sig almennilega mikið áfram með þá íkringum sig.
Þá allt í einu sá ég það sem myndi hraða mér örlítið áfram eða að ég myndi deyja: HEIMILISKÖTTURINN var að beygja fyrir hornið. Það var aðeins spurning upp á sekúntubrot um það hvort hann myndi sjá mig. Hann sá mig því miður gott fólk hann sá mig og hljóp á ógnarhraða til mín.Og því miður þurfa kettir aðvera með 9 líf og ofur augu.Þannig að það útilokaði að ég gæti falið mig og ég gat ekki drepið hann því þegar ég væri búinn að því tvisvar þá myndi hann ná mér og éta mig.
HVAÐ GAT ÉG GERT? HVAÐ GAT ÉG GERT?

4.kafli
Naumur flótti.

Það eina sem mér datt í hug var það sem ég hafði notað til að halda hinum pítubrauðunum sem ég ólst upp með í burtu, ég settist niður og byrjaði að syngja “hundrað grænar flöskur”. Ég beið í örvæntingu eftir því að sjá hver áhrifin myndu verða. Þegar kötturinn var kominn í um það bil þriggja metra fjarlægð þá sá ég áhrifin og varð ekki fyrir vonbrigðum, hann sneri sér við og hlaup eins hratt og hann gat til yngsta eiganda síns.
Seinna velti ég því oft fyrir mér hvort það var minn hræðandi söngur eða nammið og klappið hans Hilmars sem gerði það að verkum að hann sneri sér við og hljóp sem fætur toguðu, en hef alltaf komist að þeirri niðurstöðu að söngurinn var bara einum of mikið fyrir hann.
Nú beið ég ekki boðanna heldur hljóp án afláts að klósettinu. Þegar ég kom þangað þá sá ég langþráðan draum minn koma nær, klósettið var í augsýn. En um leið og ég hægði á hlaupunum gerðist svolítið skelfilegt. Þegar ég var kominn að dyrunum þá allt í einu byrjuðu þær að hreyfast, fyrst hægt en svo hraðar og hraðar. Þá tók ég eftir enn stærra vandamáli, það kallaðist Jónína. Það var þessi sem að hafði hent mér fyrr um kvöldið, nú var hún að koma í veg fyrir að ég kæmist í klósettið. Á þeirri stundu gerði ég það eina sem er hægt að gera á svona stundu, ég hljóp að henni öskrandi og ætlaði mér að bíta hana í löppina. Þegar ég var kominn í stökkfæri þá gerðist svolítið sem ég hafði ekki reiknað með, því þegar hún sá mig þá datt hún allt í einu hægt aftur fyrir. Það mætti ætla að hún hefði aldrei séð hlaupandi og öskrandi pítubrauð hlaupa að sér. En eftir þetta var hægðarleikur að komast ofan í klósettið. Ég dýfði mér ofan í eins og mér einum er lagið.

5.kafli
Mjög löng og ekki það skemmtileg vatnsrennibraut.

Allt gekk vel þarna í þessari endalausu vatnsrennibraut skólpleiðslukerfisins þangað til að vatnið fór allt í einu að hreyfast mun hraðar. Þetta hlaut að þýða að Jónína var vöknuð úr yfirliðinu og hlaut að vera að reyna að sturta mér niður. Til að byrja með var þetta bara nokkuð skemmtilegt, að vera í frírri alltof langri (eins og ég átti eftir að kynnast mun betur seinna.) vatnsrennibraut og hún var alltaf að auka hraðann. Þá kom það, þá kom þessi yndislega lykt og ég hugsaði með sjálfum mér að hún hlaut að hafa verið að gera eitthvað annað en bara að sturta niður. Sem betur fer var ekki langt þangaðö til ég kæmist í göturörið og þá myndi ég geta gengið við hliðina á skólpinu. Það kom mun fyrr heldur en ég hafði búist við, því allt í einu þá fann ég ekki neitt hart undir mér lengur og þá vissi ég að ég ætti að halda niðri andanum. Það var líka eins gott því aðeins sekúntubrotum eftir að ég hafði dregið inn andann þá lenti ég þarna á þessu geysistóra skólpfljóti ,og fór því miður á bólakaf.

-haraldu
-haraldur