Eitthvað eða ekki neitt
Hávaxin grönn stúlkan opnaði dyrnar og gekk inn í risastórt hvítmálað herbergið hægum þungum skrefum. Hún snéri sér við og snéri stórum lyklinum í skránni, enn snéri hún sér hægt við og gekk að eina hlutnum í risastóru herberginu, rúminu sínu, sem var með einfaldari rúmum sem sést hafa, aðeins þunn dýna á gólfinu. Hún virtist hika í smá stund en settist að lokum og passaði að hún settist ekki á sítt svart hárið. Tíminn leið og enn sat stúlkan bara og hreyfði sig ekki. Það var eins og hún væri að horfa á eitthvað sérstakt inni í þessu tóma herbergi, eitthvað svo sérstakt að ef að hún myndi hætta að horfa í smástund, hreyfði hausinni örlítið eða blikkaði rétt aðeins, þá hyrfi það. En í rauninni var hún bara að horfa, horfa út í loftið, hún horfði en sá ekkert. Og allan þennan tíma var hún að reyna að finna ástæðu fyrir því afhverju í ósköpunum hún ætti að hætta að horfa á ekkert og fara að horfa á eitthvað sérstakt. „Er eitthvað merkilegra en ekkert?“ hugsaði hún, „og ef svo er, afhverju?, og ef svo er ekki, hvað kemur til? Og þó svo að eitthvað væri merkilegra en ekkert, afhverju ætti ég að horfa á eitthvað frekar en ekkert og öfugt bara af því að það er merkilegra?“ Svona hélt hún áfram að hugsa með sjálfri sér og sat enn og horfði á ekkert, því afhverju ætti hún að horfa á eitthvað ef hún gæti horft á ekkert? Svo rann upp fyrir henni, að hún ætti að horfa á eitthvað en ekki ekkert því það væri eitthvað væri eitthvað og allir þyrftu eitthvað í lífið. En…það var ekkert inni í herberginu og því hélt hún áfram að horfa á ekki neitt.