27.02.03 fimmtudagur

Ég vaknaði við blautan draum en fann þá að vatnið sem ég fékk mér áður en ég fór að sofa, hafði hellst niður á lakið,koddann og sængina. Ekki furða að mig dreymdi að ég væri með hárið blautt! Mamma kemur inn í herbergi og er hissa á að ég sé vöknuð…því alltaf hefur verið erfitt að vekja mig. ´Hva, bara vöknuð…og rennandi blaut. Hvað kom eiginlega fyrir?
Ég fer inn á bað, þurrka hárið, tannbursta og hengi blautan náttkjólinn upp þar sem handklæðið hékk. Set handklæðið utan um hausinn á mér og fer niður að fá mér morgunmat. Hva, mamma bara búin að setja á disk handa mér og kisa farin að smjatta á seríosinu mínu!!! Lubbi, þetta máttu ekki, farðu niður af borðinu.
kl 11:00 legg ég af stað í skólann-ekki með bros á vör, því það er próf í veikasta faginu…stærðfræði!!! oooh!
Mér gekk sæmilega eins og venjulega í þessari leiðinda algebru þar sem stafrófið kemur mikið við sögu…a plús b ofl. dót.
Um kvöldið er ég þreytt og fer samt að sauma fram á nótt. Ég sleppi því að læra heima í þetta skiptið og skrópa í þeim tímum á morgun sem ég læri ekki heima fyrir.
Góða nótt