Eitt sinn bjó bóndi sá á Grísholti í Borgarfirði sem Þorsteinn hét Starkaðsson. Hann þótti alltaf orðheppinn og dugnaðarforkur mikill nema þegar hann var ölvaður. Þorsteinn var hávaxinn og tröllslegur maður sem kunni að meta góðan bjór. Eitt sinn þegar Þorsteinn var á leiðinni frá Bölverki á Snorkstöðum eftir mikla öldrykkju reyndi hann að valhoppa hluta af leiðinni, en þar sem að hann var orðinn ofurölvi, skrikaði honum fótur og hann féll kylliflatur á mosann, sér hann þá þennan stórfurðulega hlut að honum þótti og reyndist þetta vera silfurlitaður kubbur á stærð við hnefa sem hann hirti og tók með sér heim. Daginn eftir var hann orðinn timbraður og man ekkert eftir að hafa fundið þennan furðulega kubb og reyndi hann að muna hvað hann hefði nú verið að bauka þann fyrri daginn. Heyrir Þorsteinn að þá er bankað á dyr og fer hann til dyra. Bölverkur stendur þarna og glápir á hann og spyr hvernig menn geta nú eiginlega verið standandi eftir allt þetta öl um kvöldið. Þorsteinn reynir að spyrja hann hvað honum liggi á höndum og þá heyrir hann eitthvað hljóð úr rúmi sínu og hefur ekki græna glóru um hvað er í gangi. Tónarnir streyma um torfbæjinn og enginn botnar í neinu þá tekur Þorsteinn upp kubbinn og lemur í hann og þá hættir lagið og dauflegt “Halló, halló ertu þarna ?” heyrist úr kubbnum. Þorsteinn og Bölverkur standa gapandi og horfa á þetta stórfurðulega silfurtól og ákváðu að brenna þetta tól því að þetta hlyti að vera verkfæri djöfulsins. En þeir voru ekki fyrr búnir að ákveða það fyrr en að tækið byrjaði aftur en ekki eins mikil tónsyrpa og fyrr heldur tvö stutt píp og þá ýta þeir á takka á kubbnum og sjá að það stendur á skjánum “Takk fyrir gærkvöldið, Kveðja Stebbi” og þeir líta hvor á annan fara og grafa tækið. Þorsteinn og Bölverkur sögðu síðan öllum að passa sig á manni sem heiti Stebbi, því það væri djöfullinn.
Saga þessi var skrifuð í Íslenskutíma af mér =)