Þetta er eiginlega ekki smásaga, meira svona Tribute til Helgu, vinkonu minnar. Sem er náttúrulega fáranlegt, manneskjan sprellifandi og við hestaheilsu. Hún er ekki einusinni á leiðinni í ævilangt summarfrí til Spánar eða neitt. Ojæja.
Hm. Ég heiti semsagt Gorkulus. Eða, auðvitað heiti ég það ekki, mamma skírði mig allt öðru nafni, en það er bara svo ljótt að það er verra en Gorkulus. Ég á litla vitlaua vinkonu sem heitir Helga og er alveg gargandi snilld. Við kynntumst daginn sem ég byrjaði á leikskóla, tveggja ára. Ojæja. Þá vorum við náttla bara maurar. Og þá vorum við alveg einsog aðrir maurar, átum sand og plokkuðum tyggjó uppúr gangstéttinni og klipptum hjól útúr pappír og hjóluðum á þeim. (Og pæliðí lífinu núna: fara í skólann, vera í skólanum, nenna ekki að læra heima, nenna ekki að fara aftur í skólann… o.s.fr.v. Þvílíkt sældarlíf að vera maur!) Ojæja. Dag einn kom Helga of seint á leikskólann. Ég var að skamma bangsann minn fyrir að blóta of mikið þegar hún kom, auðvitað í skærbleika jogginggallanum sínum. Ég spurði hana afhverju hún hafi komið svona SVAKALEGA seint, klukkan var rúmlega hádegismatur. (Tímaskyn óljóst frá maursárunum, tími mældur í matartímum.) Hún flutti mér þau stórtíðindi að hún hefði sofið yfir sig og mamma hennar líka. Þetta var í fyrsta skipti sem það gerðist, en núna sefur hún nánast tvisvar á dag yfir sig. Það var því ekkert rosalega óviðbúið þegar hún kom of seint í ensku í morgun, sofandi og hálfmygluð í framan, en með nýja skólatösku á bakinu sem lífgaði heilmikið uppá hana. Ojæja. Helga sofnar semsagt varla ánþessað sofa yfir sig.
Svo á maður náttla fleiri vini, flesta þess virði að skrifa um þá, en þegar maður er ennþá hálfgerður maur, og situr í ofanálag á stól frá 1958 (skólastóll mömmu!!!) í ísköldu herbergi (stillirinn á ofninum bilaður!!!) verður maður fljótt dofinn í hugsun og fingrum. Og nennir þarafleiðandi ekki að skrifa meira. Ég lofa að sen da einhverntímann alvöru sögu, skemmtilega og allt það!
Gokka.