[Annar kafli]
Heyrnin leiðir blindan:
Skógurinn var kaldur og regnið og myrkrið gerðu hlutina verri. Lei Fong hafði nú gengið í viku til að komast til höfuðborgarinnar en hann átti samt margra daga ferð fyrir höndum. Það var varla að hann gæti gengið mikið lengra. Hann ákvað því að taka sér hvíld. Hann settist niður við enda stígsin og tók fram hrísgrjónapoka og hellti í skál. Síðan tók hann fram matarprjóna og hóf að borða hrísgrjónin. Verst þótti honum að hafa ekki sake með sér að drekka en hann lét regnvatnið duga. Eftir dálitla stund kom maður fótgangandi og stefndi í sömu átt og Lei. Hann var klæddur í hvítum kimono í samúræja stíl en rauður kufl huldi að mestu fötin og andlitið með hettunni. Maðurinn hafði eingöngu eitt sverð sem hann hafði í slíðrinu sínu sem hékk um bak hans. Hann staðnæmdist fyrir framan Lei og snéri sér að honum.
“Gætir þú sagt mér hvert þessi vegur liggur?”
Lei leit upp og sá að maðurinn hafði bundið fyrir augun með hvítu bandi.
“Alveg sjálfsagt. Þessi leið liggur í gegnum Gashi-Mendu. Eftir nokkra daga kemur þú að þorpi sem heitir Iway og vegurinn endar svo nokkra daga leið síðar í höfuðborginni.”
“Þakka þér.”
Maðurinn hélt göngunni áfram.
“Þú veist vonandi að þú átt langa leið fyrir höndum. Ertu viss um að þú getir farið alla þessa leið í þínu ástandi?”
Maðurinn stansaði, leit við, virtist horfa í áttina að Lei, og hló lítillega.
“Ég hef ferðast langa leið í því ástandi sem ég er í núna. Ég get án efa farið nokkur lengra.”
“En vertu þá svo vænn að taka þér hvíld og fá þér hrísgrjón með mér.”
“Ég þigg það.”
Maðurinn settist niður hjá Lei og Lei rétti honum skál með hrísgrjónum. Maðurinn sagði þá:
“Það er ekki góður siður að þiggja boð frá þeim sem maður þekkir ekki. Hvert mundi nafn þitt vera?”
“Nafn mitt er Lei Fong og þó það boði ógæfu að bjóða ókunnugum gerði ég svo. Hvert mundi nafn þitt vera?”
“Nafn mitt hefur enga þýðingu en þó máttu kalla mig Raiju.”
“Ef þér væri sama þó ég spurði, hvernig gastu ferðast alla þessa leið í þessu ástandi sem þú ert í?”
“Þó ég sé blindur er ekki þar með sagt að ég sjái ekki. Í raun þekki ég umhverfið betur en nokkur annar því ég get séð það sem er handan veggjanna. Heyrnin leiðir blindan, kæri Lei Fong.”
Að svo búnu héldu þeir áfram að borða hrísgrjónin. Þegar Raiju hafði lokið við sinn skammt stóð hann upp og sagði:
“Þakka þér kærlega fyrir félagsskapinn. Hann hafa fáir sýnt mér á ferð minni. Vonandi munum við hittast síðar.”
“Hver veit? Á hvaða leið ert þú?”
“Ég er á leið til höfuðborgarinnar. Ég þarf að vinna verkefni sem mér var úthlutað.”
“Ég er reyndar einnig á leið þangað. Kannski munum við hittast þar.”
“Það yrði án efa gaman.”
Þegar Raiju hafði lokið við setningunni hélt hann af stað en Lei ákvað að hvíla sig og fór að sofa.
Næsta morgunn var hætt að rigna. Lei Fong hafði vaknað stuttu fyrir sólar upprás og lagt af stað til höfuðborgarinnar. Nokkrum tímum eftir að hann kom út skóginum komu fimm menn ríðandi hestum frá skóginum og stönsuðu hjá Lei til að spyrja hann spurninga. Mennirnir vöru klæddir líkt og bændur en voru þó vel vopnaðir sverðu, bogum og ýmsum öðrum vopnum.
“Við leitum að manni sem átti hér leið hjá. Hefur þú séð hann?”
“Hver spyr?”
“Ég er Chen Foo, meistari sjálfsvarnaskóla Tígursins í Vulchay. Hver er sá sem svarar?”
“Ég heiti Lei Fong og ég hef mörgum mætt á leið minni.”
“Við leitum að manni sem klæddur er í hvítum kimono og rauðum kufli. Hann ber sverð yfir öxlinni og er blindur. Hefur þú séð hann?”
“Mætti ég spyrja hver er ástæðan fyrir því að hans er leitað?”
Chen dró fram sverð sitt og beindi því að Lei.
“Vertu ekki að hægja á ferð okkar, ronin! Ellegar munt þú hljóta slæm örlög!”
“Ég vil eingöngu vita hversu nauðsynlegt það er að finna hann. Ég gæti hugsanlega orðið að gagni.”
“Þú mundir eingöngu hægja á ferð okkar. Hvert stefndi hann?”
“Hann átti leið í gegnum skóginn í nótt en hann ferðast hratt yfir. Hann hefur nokkra tíma forskot. Ef þið flýtið ykkur gætuð þið náð honum í Gashi-Mendu.”
“Þakka þér, ronin.”
Mennirnir riðu af stað eftir veginum og eftir stutta stund mátti varla greina útlínur þeirra. Lei Fong hélt áfram göngunni.
Sólin hafði sest þegar hann mætti hestamönnunum í annað skiptið, nema að í þetta skiptið voru hestarnir þeirra hvergi sjáanlegir og þeir sjálfir lágu blóðugir á veginum. Vopn þeirra voru ennþá í slíðrunum og bogarnir lágu enn yfir bökunum. Einn þeirra, Chen Foo, var ennþá lifandi. Lei hallaði sér yfir hann og spurði hann hvað hafði gerst.
“Hann sat fyrir okkur.. -hóst- Við fengum ekki einu sinni.. -hóst- -hóst- ..tækifæri til að draga fram vopnin.”
Lei heyrði allt í einu lágt hljóð, svo lágt að varla mætti greina það.
“Hann er hérna ennþá.. -hóst- ..falinn í grasinu. Þú verður að.. verður að.. verður…..”
Lei stóð aftur upp. Allt í einu heyrðist lár en snöggur hvinur í loftinu. Lei dró fram sverðið í skyndi og sló hnífnum sem kastað hefði verið í átt til hans. Svo greip hann með báðum höndum um sverðið og snéri sér í áttina sem hnífurinn hafði komið frá. Grasið á svæðinu var hátt og þó tunglið væri bjart var varla hægt að greina neitt þar. Lei beið þar sem hann stóð og fylgdist með öllu. Ef andstæðingur hans væri í raun Raiju yrði hann að standa kyrr og anda rólega því Raiju gat aðeins ráðist á það sem hann heyrði í. Hann varð að bíða þar til hann gæti séð andstæðing sinn. Hann bara beið, beið og beið. Í næstum klukkutíma virtist hvorugur ætla að hreyfa sig. En þá fór að rigna. Droparnir skullu á stráhatt Leis og þá heyrðist aftur hvinur í loftinu. Lei sló annan hníf frá sér og stökk frá svo annar hnífur gæti ekki hæft hann. Enn annar hnífur kleyf loftið á leið sinni til Leis. Þar sem hann var einungis nýlentur varð hann að nýta sér ferðina sem hann var í og beygja sig í sömu hreyfingu og lendingin. Hnífurinn tætti hliðina á stráhattinum.
“Raiju!! Gefðu þig fram og berstu eins og maður!”
“Ah, Lei Fong. Hvernig stendur á því að þú styður þessa menn? Þú veist ekki einu sinni hverjir þeir eru.”
“En þú réðst gegn mér áður en þú vissir hver ég var. Þó er ég viss um að hæfni þín gæti sagt þér hve marga þú hafðir þegar drepið. Auk þess var það ekki ég sem réðst gegn þér heldur var þetta gert í sjálfsvörn.”
Raiju stóð upp úr grasinu. Hann var ekki klæddur í hvítum kimono og hann hafði ekki heldur rauða kuflinn. Þess í stað var hann klæddur gráum samfestingum sem huldu líkama hans frá toppi til táar.
“Það mun vera rétt hjá þér, Lei Fong. Ég hefði átt að leyfa þér að halda ferð þinni áfram án truflana. Mér þykir það leiðinlegt.”
“Þér er fyrirgefið árásin gegn mér en hver er ástæðan fyrir árásinni gegn þeim?”
“Þetta voru bændur sem ég hafði eignast sem óvini fyrir nokkrum mánuðum síðan.”
“Og hver er ástæðan fyrir því að þú leyfðir þeim ekki að deyja með sæmd með sverðin í höndunum?”
“Satt best að segja áttu þeir ekkert annað skilið. Þeir áttu enga sæmd. Tilgangslaust að láta þá virðast eiga einhvern.”
“Allir eiga rétt á einhverri sæmd. Chen Foo átti heiður þó enginn annar þeirra gerði það. Hví fékk hann ekki að draga fram sverð sitt?”
“Chen Foo, meistari sjálfsvarnarskóla Tígursins? Hann átti minnstu möguleikana á að deyja með sæmd. Hann var sá eini sem ég vildi sérstaklega að dæi án þess heiðurs að draga fram sverð sitt.”
“Þú sast fyrir þeim. Þetta var ekki gert til að verja líf þitt. Og þú þekkir vel til þeirrar aðferðar að sitja fyrir öðrum. Þú ert vel þjálfuð ninja, morðingi. Hvert er verkefnið sem bíður þín í höfuðborginni?”
Raiju hló lágum hlátri.
“Það er slæmur siður að vera hnýsinn, Lei Fong.”
“Og það er enn verri siður að drepa einhvern sem ekki veit af því, þannig að þetta er jafnt!”
“Það er víst rétt. Þó mun það ekki gagnast þér að vita það…”
Raiju greip um sverð sitt og dró það rólega úr slíðrinu.
“…því þú munt ekki lifa þennan fund af.”
Raiju hljóp af stað með báðar hendur um sverðið. Þegar hann var kominn hálfa leið stökk hann gífurlega hæð og stefndi beint á Lei. Raiju hjó í áttina til Leis en Lei varði sig með sverðinu sínu. Þegar Raiju var lentur hjó hann í átt að hægri hlið Leis en Lei varði sig aftur. Sverðin skullu saman aftur og aftur og hljóðin sem mynduðust við það fylltu svæðið að hávaða. Í þau fáu skipti sem elding birtist á himnum glampaði á sverðunum. Iðjulega var það Lei sem varðist en Raiju sem gerði árásirnar. Raiju var of snöggur fyrir Lei til að geta gert árás. Ef Lei vék frá gerði Raiju alltaf árás áður en hann gæti náð fótfestu. Regnið kom upp um hvar hann var. Raiju hafði þjálfað heyrn sína svo vel að hann gat þekkt hvernig hljóð myndaðist þegar regn lenti á stráhatti og þar af leiðandi gat hann greint hvar Lei væri staðsettur hverju sinni. Lei tók stórt stökk aftur og Raiju stökk á eftir honum með sverðið á undan. Bilið var lítið á milli þeirra var svo stutt að sverð Raijus strauk næstum nef Leis. Lei sló sver Raijus frá og sparkaði Raiju burt með vinstri fæti. Lei lenti standandi á veginum en Raiju lenti krjúpandi í grasinu við hlið vegarins og kastaði öðrum hníf í áttina til Leis sem sló hnífinn burt líkt og áður. Lei stökk síðan í átt að Raiju sem stökk á móti. Á miðri ferðinni í loftinu greip Lei um stráhattinn og kastaði honum í átt að Raiju. Raiju heyrði í hattinum koma svífandi og án þess að hika eitt andartak hjó hann hattinn í sundur. Lei nýtti sér tækifærið og rak sverðið í hægri öxlina á Raiju. Sverðið rann í gegn eins og heitur hnífur í gegnum smjör. Þegar þeir lentu aftur á jörðina var sverðið ennþá í öxl Raijus. Raiju sparkaði Lei frá sér þannig að sverðið dróst úr sárinu. Sársaukinn í öxlinni var svo mikill að Raiju gat varla notað hægri höndina og án hennar stæði hann mun verr að vígi. Raiju hljóp í gegnum grasið og öskraði á eftir sér:
“Við munum hittast aftur, Lei Fong og þá mun einungis annar okkar geta sagt frá þeim fundi!”
Þegar Lei stóð svo upp var Raiju horfinn. Lei vissi að þessa nótt hafði hann eignast nýjan óvin en þó hafði hann á tilfinningunni að þeir myndu mætast oftar en einu sinni aftur.
<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font>
<a href="http://kasmir.hugi.is/lundi86">Kíkið endilega á kasmír síðuna mína</a