Inngangur:
Sagan gerist á stað sem svipar til Japan hinu forna. Þar er ríkinu stjórnað af voldugum keisara og hersveitum hans. Þetta ríki einkennist af hugrökkum samúræjum, þokkafullum geisum og dularfullum ninjum. Sagan segir frá ævintýrum Lei Fong, fyrrverandi samúræj keisarans og færs sverðamanns. Sagan er að engu leiti byggð á sönnum atburðum þó sumar verurnar megi finna úr þjóðsögum japana. Athugið einnig að ef vafasöm orð finnast í sögunni eru þýðingarnar neðst.
Vonandi skemmtið þið ykkur vel.

Kv. lundi86




Fyrsti kafli: Kijo, herra skógarins:
Himininn var orðinn rauður vegna sólarinnar sem var í þann mund að setjast og Lei Fong hafði gengið eftir veginum í óralangan tíma. Lei var ungur maður, varla eldri en 25 ára, með sítt, hrafnsvart hár og brúna húð. Augun hans voru blá og hæð hans var um 1,68 metrar. Hann klæddist grænum samúræja-kimono og bar stráhatt á höfðinu og daisho við mittið. Daisho hans innihélt eitt langt og eitt stutt sverð. Nokkrir dagar höfðu liðið síðan hann rakaði sig og útkomuna mátti sjá á skeggbroddunum á andliti hans. Hann bar á baki sér einn bakpoka undir vistir og kort. Hann hélt ávallt í annað sverð sitt með vinstri hendinni ef einhver skildi ráðast á hann. Nú þegar hafði hann gengið í þrjá daga án þess að stoppa nema til að hvíla sig um nætur og til að borða. Hann hafði verið að ferðast frá Tuchya til höfuðborgarinnar til að tala við keisarann um stigamenn sem höfðu ráðist á nágrannaþorp þeirra, Nogasha. Tuchay var lítið þorp nálægt Norayfljóti en Nogasha var lengra inn á sléttunni, svona tveggja daga leið á milli. Fong hafði hest með sér í upphafi ferðarinnar en hann hafði fótbrotnað á öðrum degi. Þaðan hafði Lei gengið í heilan dag og átti nokkra daga eftir af ferð sinni. Eftir nokkurn gangur var hann kominn að bóndabýli. Hann barði að dyrum og gamall maður kom til dyra.
“Ég heiti Lei Fong. Ég hef gengið langa leið og ég á langa leið fyrir höndum. Gæti ég mögulega fengið að dvelja hér yfir nóttina?”
“Það yrði mér heiður, Fong-san, en því miður get ég ekki leyft þér að dvelja hér í nótt.”
“Ég mun ekki verða fyrir.”
“Því miður, Fong-san, en ég get ekki leyft neinum að vera hér yfir nóttina.”
“Og hver mun vera ástæðan yfir því?”
“Hana get ég því miður ekki gefið þér. Mér þykir leiðinlegt að fleygja þér á dyr. Ég get boðið þér að sofa í birgðageymslunni en þú mátt alls ekki koma inn fyrir þessar dyr fyrr en dagar.”
“Þá það.”
“En því miður er ekkert futon í geymslunni en ég skal biðja elstu dóttur mína að færa þér sake.”
“Þakka þér.”
Eftir það fór Lei Fong í birgðageymsluna og lagði futon á viðargólfið. Eftir stutta stund kom dóttir bóndans, Toda Oniiwa. Hún var með sítt dökkt hár, græn augu og gullfalleg. Hún var klædd í rósóttan kimono og hélt á flösku fulla af sake. Hún sagði við Lei:
“Faðir minn bað mig um að segja þér að fara síður úr birgðageymslunni sama hvað þú megir heyra eða sjá.”
“Hví leggur hann fram slíka bón?”
En hún svaraði honum ekki heldur fór beint út aftur og hélt í átt að húsinu. Lei fannst þetta svolítið grunsamlegt og fannst það nokkuð öruggt að hann mundi lítið sofa um nóttina. Og hann hafði rétt fyrir sér. Hann vakti alla nóttina og fylgdist með húsinu. Tímarnir liðu og ekkert virtist ætla að gerast en um miðja nóttina sá hann svartan skugga koma frá skóginum lengra eftir stígnum. Hann hefði ekki tekið eftir honum ef tunglið hefði ekki verið svona bjart þessa nótt. Skugginn hreyfði sig hratt og eftir aðeins smá stund var hann kominn að húsinu. Lei tók eftir því að skugginn barði á dyr og eftir smá stund opnaði bóndinn fyrir honum og bauð honum inn. Enginn venjulegur maður gæti ferðast svona hratt um og þetta virtist heldur ekki vera nein mannvera þaðan sem Lei sá hann. Eftir stutta stund kom skugginn aftur út og virtist halda á einhverju yfir öxlinni, eða einhverjum. Lei leit aftur á bóndann sem stóð í dyrunum en féll síðan niður á kné og gróf andlit sitt í hendurnar. Lei stóðst þetta ekki lengur heldur greyp sverðin sín og hljóp til bóndans. Þegar hann kom að honum sagði bóndinn inn á milli táranna:
“Greyið Oniiwa verður að giftast þessu skrímsli.”
“Hvers vegna?”
“Því annars mun hann eyðileggja uppskeruna mína það sem eftir er og ég þarf að fæða tvö önnur börn mín.”
“Skrímslið er ekki komið langt. Ég mun ná því og færa þér dóttur þína aftur í skiptum fyrir gestrisnina.”
“Blessi þig, Fong-san. Blessi þig. En gestrisnin ein er ekki nóg.”
“Við deilum um það seinna.”
Lei hljóp af stað á eftir skrímslinu sem nú þegar var kominn inn í skóginn. Nokkrum mínútum síðar var Lei kominn þangað einnig. Hann elti sporin og litaðist í kringum sig þar til hann kom auga á risastórt tré og í rótum þess hafði verið byggt lítið hús úr leir. Það voru ljós í gluggunum og sporin lágu þangað. Lei gekk fram fyrir húsið, tók um bæði sverð sín með sinni hvorri hendinni og kallaði:
“Komdu fram og gerðu grein fyrir þér!”
Þá heyrðist kallað úr húsinu:
“Hver vogar sér að kalla mig fram?”
“Nafn mitt er Lei Fong og ég skipa þér að koma fram og gera grein fyrir þér!”
Hurðin var opnuð og stórt og grænt tröll steig fram. Það hafði nokkur hvít hár á höfðinu, klæddist gráu úlfaskinni og blóðugum buxum sem það hafði líklega drepið til að fá. Klærnar voru flugbeittar og tennurnar ekki síður. Það hafði oddmjó eyru og nefið var brett upp og flatt.
“Ég er Kijo, herra skógarins og hvernig vogarðu þér að skipa mér fyrir?”
“Þú hefur tekið eitthvað sem þú átt ekki og ég krefst þess að þú skilar því ellegar munt þú hljóta verra af.”
“Ert þú að gera gys að mér, ronin? Enginn íbúi þessa hluta landsins er nógu sterkur til að mæta mér!”
“Óheppnin virðist elta þig, Kijo. Ég er enginn íbúi þessara hluta lands.”
Kijo stökk fram með klærnar tilbúnar til að skera Lei sem aftur á móti dró fram sverð sitt og réðst gegn honum. Klær Kijos rífðu í föt Leis en Lei náði að skera Kijo undir öxlina. Lei snéri sér við til að gera aðra atlögu. Kijo greip um sárið og snéri sér einnig við, eingöngu til að mæta sverði Leis í annað sinn. Sverðið skar hann í hálsinn og líkami hans féll dauður niður. Lei slíðraði sverð sitt og hélt af stað inn í húsið. Þar inni fann hann Oniiwu og hann bar hana aftur að býlinu. Þegar hann var kominn þangað varð bóndinn himinlifandi.
“Blessi þig, Fong-san. Blessi þig. Ég stend í eilífri þakkaskuld við þig.”
“Gestrisni þín er næg.”
“En það er góður siður að þegar kvenmanni er bjargað skal hún giftast þeim er bjargaði henni.”
“Ég kýs ekkert annað en gestrisni þína að launum.”
“En gestrisni eru ekki næg laun fyrir slíka dáð.”
“Fyrst svo er þætti mér vænt um að einhver lagaði fötin mín eða útvegaði mér ný.”
“Hvenær munt þú yfirgefa okkur?”
“Í morgunsárið.”
“Þá mun ég útvega þér föt af syni mínum sem fór fyrir nokkrum dögum.”
“Þakka þér.”
Og þegar fyrstu sólargeislarnir lýstu upp landið hélt Lei Fong aftur af stað í átt að höfuðborginni. Margir dagar munu líða áður en hann kemst á áfangastað og mörg ævintýri mun hann lenda í á leiðinni. Um þau ævintýri fjalla næstu kaflar.




daisho = sett sem samanstendur af tveim sverðum
futon = svefnsett sem samanstendur af dýnu, sæng og kodda
geisur = kvenfólk
kimono = föt sem svipa til kjóla
ninja = í þá daga mjög færir launmorðingjar
ronin = hermaður án herra
sake = áfengur drykkur
samúræjar = vel þjálfaðir hermenn keisarans