Ég var að leika mér að því að búa til LOTR (Lord Of The Rings) sögu. Svo ég vona að ykkur líki hana.


Einu sinni voru 12 vinir sem hétu: Legolas [Álfur], Gimli [Dvergur], Aragorn [Maður], Gandalfur [Vitkinn], Boromir [maður], Sauron [???], Sarúman [Vitkinn] Fróði [Hobbiti], Sómi [Hobbiti], Pippin [Tóki], Kátur [Brúnbukkur] og Arven [Álfur]. Álfarnir áttu heima í Rofabæ, Dvergar í Moríu, Menn í Gondor, Vitkinnar í Miðgarði og Hobbitar, Tókar og Brúnbukkar í Héraði. En dag einn týndist hringur sem gamall karl átti að nafni Bilbó og allt fór í uppþot. Elrond sem var konungurinn í Rofabæ (bæ álfanna) kallaði alla vinina saman á fund til þess að leita að hringnum. Á fundinum bað Elrond alla vinina að leita að hringnum vegna þess að annars myndi Bilbó fara að gráta og ekki væri hægt að hugga hann. Vinirnir fóru að skipuleggja ferðina og komust að samkomulagi, þeir myndu ferðast þrír og þrír saman, þannig væri það auðveldara og svona voru hóparnir:

Legolas, Gimli og Gandalfur voru hópur nr.1

Aragorn, Sauron og Borormir voru hópur nr.2

Arven, Sarúman og Fróði voru hópur nr. 3

Og Sómi, Pippin og Kátur voru hópur nr.4

Og þá lögðu þeir af stað. Hópur 1 fór til Moríu, Hópur 2 fór til Róhan, Hópur 3 fór til Gondor og Hópur 4 fór til Emyn-Múla. En þegar hópur 1 kom til Moríu var allt tómt þar, enginn til þess að leika við en loksins þegar þeir komu út úr Moríu sáu þeir risastórann kolkrabba, sem hét Bleki. Hann spurði hvert þeir ætluðu að fara og þá svaraði Legolas: Við erum að leita að hringnum hans Bilbó. Bleki sagðist hafa séð einhverja Drísla fara með eitthvað í burtu flissandi og þegar hann spurði þá hvað þeir héldu á sögðu þeir: þú mátt ekki sjá þú ert ekki með í klíkunni okkar! Gandalfi fannst þetta rosalega fyndið en Legolas og Gimli fannst þetta háalvarlegt. En eftir margra tíma chat fóru þeir og kvöddu Bleka og héldu för sinni áfram. Hópur 2 kom til Róhan og Þjóðan konungur kom til dyra og spurði hvert væri erindi þeirra. Þeir sögðust vera leita að hringnum, þá hleypti Þjóðan þeim inn og sagði þeim að fara úr skónum, þeir gerðu það og þá kom Ewyon dóttir Þjóðans. Boromir var strax ástfanginn af henn og bauð henni kex, en hún vildi bara skylmast. Boromir var svolítið smeykur við hana en tók samt upp sverðið en um leið og þau byrjuðu prumpaði Sauron og allir fóru að hlæja. En þá nýtti Ewyon tækifærið og stakk Boromir í magann. Aragorn og Sauron stóðu bara furðu lostnir en þegar þeir náðu sér klöppuðu þeir henni á bakið og spurðu hvort einhver viti um hringinn?
; ég sá dríslana hlaupa í burtu með eitthvað lítið og þegar ég spurði hvort ég mætti sjá þá sögðu þeir nei þú ert ekki með í klikunni okkar sagði Þjóðan konungur. Og svo fóru þeir aleinir, enginn Boromír. Hópi 3 gekk ekki svo rosalega vel heldur þegar þau komu til Gondor tók Fararmír á móti þeim og spurði hvert erindi þeirra væri. Við erum að leita að hringnum hans Bilbó þá fór Fararmír allt í einu að gráta. Þá spurði Sarúman af hverju hann væri að gráta. Þegar ég var í leikskóla var Bilbó ein fóstran þarna og einu sinni þegar ég ætlaði að fara að moka í sandkassanum rak hann mig úr honum vegna þess að ég vara alltaf að kasta sandi á hina krakkana sagði Fararmír. Æi en hvað hann var vondur við þig sagði Arven loks og kraup niður til hans, þá gerðist það að Fararmír leit í augu hennar og sagði “ viltu giftast mér? “ en þá sagði Arven honum að hún væri trúlofuð Aragorni. Þá fór hann í fýlu og rak þau í burtu og sagði þeim að koma aldrei aftur, þau fóru og vissu ekkert hvar þau áttu að leita núna þannig að þau röltu bara um þar til þau fyndu einhvern annann bæ. Hópur 4 var heimskasti hópurinn og vissi ekkert hvar þeir áttu að leita, þannig að þeir fóru bara til Emyn-Múla og löbbuðu og löbbuðu í marga, marga klukkutíma uns þeir komu auga á mann sem var gangandi með staf þeir byrjuðu að tala við hann og hann sagðist heita Ísildur og væri stríðsmaður. Þeir spurðu hvort hann vissi um hringinn en nei sama svarið hann sá dríslana skokka framhjá sér með eitthvað í höndunum og þegar hann spurði hvort hann mætti vera með þá sögðu þeir nei þú ert ekki með í klíkunni okkar! Þá fóru hópur 4 og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Enginn hópur hafði hugmynd um hvar hringurinn væri, og ekki voru þau í góðum málum.