Klukkutímarnir hafa liðið eins og ár frá mínu sjónarhorni. Ég hef loksins komist að því hvar Geiri heldur sig. Nú mun ekkert stöðva mig. Ég mun láta hann gjalda fyrir að eyðileggja líf mitt og fyrir að drepa systur hennar Lilju. Endurvinnslan er í sjónmáli. Aðeins nokkrar mínútur og ég mun lýta auglitis til auglitis við þann sem hefur eyðilagt líf svo margra. En þetta mun verða í síðasta sinn sem það gerist. Aðeins tíu mínútur í sólar upprás. Ef Þórður hefur logið um hvar þeir eru mun ég ekki fá neinar upplýsingar frá honum. Það mun aldrei neinn heyra neitt frá honum framar. Ég sá til þess. Ég held göngunni áfram, sjálfsöruggur og ákveðinn.
Eftir aðeins eina mínútu er ég kominn í endurvinnsluna. Nú þarf ég bara að finn… “Nei, hvað sé ég?” Ég lýt við. Þetta er Dóri, hægri hönd Geira. “Er það ekki Pési litli? Við héldum að Geiri hefði drepið þig.” “Ég er ekki hérna til þess að berjast við þig, Dóri. Ég er að leita að Geira.” Hann lýtur á mig eins og hann hafi vitað það allan tímann. “Hann er í vestur hlutanum,” segir hann, “en þú ættir að passa þig. Hann býst við þér.” Ég lýt undrandi á hann. “Af hverju ert að vara mig við?” “Málið er,” segir Dóri, “að undanfarin ár hefur hann Geiri orðið miskunnarminni. Ástæðan yfir því að ég er bara einn hérna fyrir utan hann er sú að hann hefur drepið alla hina.” “Hvað?” spyr ég undrandi, “af hverju hefur hann gert það?” “Af því að enginn vildi hlýða honum. Af hverju heldurðu að hann er núna orðinn foringi hópsins? Við erum bara þrír eftir. Ég, Geiri og Þórður.” “Því miður eruð þið ekki nema tveir eftir núna og bráðum verðurðu bara einn.” “Ég skil,” segir Dóri, virðist ekki eins svekktur eins og ég hefði búist við, “en ég hafði aldrei ætlað að þetta færi svona. Ég ætlaði aldrei að verða vampíra en málin þróuðust bara þannig. Ef ég ætti að velja milli þess að verða eins og Geiri eða að sjá sólina rísa einu sinni enn þá vel ég heldur seinni kostinn.” Hann lýtur á mig og brosir dauflega. “Ég mundi fara núna ef ég ætlaði að ná honum.” Ég geri eins og hann segir og geng af stað. Ég sný mér við og sé Dóra standa þarna ennþá og horfa á rauðan himininn þar sem sólin mun rísa eftir fimm mínútur. Ég held í átt að vestur hlutanum, en passa mín á að rekast ekki á Geira fyrr en ég hef komið auga á hann. Leiðin liggur inn á við.
Aðeins ein mínúta í sólar upprás. Ég vissi það frá upphafi að ef ég mundi komast inn mundi ég ekki komast til baka, hvort sem ég mundi lifa af bardagann við Geira eða ekki. Ég er ennþá með stólfótinn sem ég notaði til að drepa Þórð. Allt í einu heyri ég hljóð fyrir aftan mig. Ég sný mér snögglega við með stólfótinn í fararbroddi til að reka í hvern þann sem er fyrir aftan mig. Fóturinn stingst í einhvern en áður en ég sé hver það er fleygir hann mér á vegginn. Þar sem ég ligg sný ég mér við og sé hver þetta er. Geiri! “Getur þú ekki ímyndað þér hversu vont það getur verið að fá stiku í sig?” spyr hann og rífur fótinn úr öxlinni sinni. Ég stekk á fætur, kreppi hnefann og lem í áttina til hans. Hann víkur sér frá högginu eins og það sé ekkert sem hann geri auðveldar. Ég reyni aftur með hinni hendinni en hann víkur aftur. Enn og aftur lem ég í áttina til hans með hægri en hann grípur höndina með vinstri og lemur með krepptan hnefann í andlitið mitt. Ég flýg eftir ganginum og enda á veggnum á enda þess. Nokkrar sprungur birtast á veggnum og ég vankast aðeins. Áður en ég átta mig er Geiri kominn alveg upp við mig, rífur í mig og brýtur niður dyrnar til hægri með því að hrinda mér í gegn. Þar sem ég ligg sparkar hann í mig þannig að ég flýg í gegnum skrifstofuna og út um glugga inn á nokkuð stórt verkstæði. Það er greinilegt að þeir hafa verið hér í dálítinn tíma því það er búið að mála yfir alla glugga til að sólin komist ekki í gegn. Geiri kemur stökkvandi í gegnum það sem eitt sinn var gluggi. Ég næ að víkja mér frá til að verða ekki undir honum. Ég næ að standa upp en hann sparkar harkalega í magann á mér þannig að ég flýg nokkra metra aftur á bak og enda á bakinu. Ég reyni að standa upp en Geiri er þegar kominn að mér og lyftir mér upp. “Hlustaðu á mig, Pési litli. Mér líkaði alltaf vel við þig en þú þurftir að vita of mikið með þetta morðdæmi. Ég gat bara ekki annað en losað mig við hugsanlegar sannanir.” “En af hverju drapstu systur hennar Lilju til að byrja með? Þú svaraðir því aldrei.” “Ég viðurkenni að það er frábært að vera dáður svona, en með tímanum verður maður svolítið leiður á þessu. Ég varð bara að losa mig við hana til að endurnýja.” “Það eru til fleiri aðferðir en að drepa. En ég býst ekki við að þú gætir vitað það.” “Ég vissi það nú alltaf, en mér lýður bara betur þegar ég finn lyktina af blóði. Viðurkenndu það. Þú gerir það líka. Það er í eðli okkar!!” Hann er ekki fyrr búinn að sleppa orðinu áður en hann hendir mér á vegginn við einn gluggann. Ég endist ekki lengi á lóðréttum veggjum þannig að það er eðlilegt að ég falli og lendi á verkfærakassa fyrir neðan mig. “Ef þú sættir þig ekki við það,” segir Geiri meðan hann gengur í áttina að mér, “eða þá að þú munt deyja!!” “Þá kýs ég frekar dauðann!” segi ég þegar ég tek upp skrúfjárn án þess að hann sjái. Hann grípur enn og aftur í mig og lyftir mér upp en ég er núna vopnaður skrúfjárni sem ég rek í vinstra augað hans. Hann veinar af sársauka en ég lem eins fast og ég get með krepptan hægri hnefann í andlitið hans þannig að hann svífur yfir hálft verkstæðið. Ansans ári var þetta þægilegt. En Geiri er sterkari en ég bjóst við og stendur upp aftur með aðra höndina yfir vinstri auganu. “Þetta voru mistök, Pési litli.” Blóð er búið að þekja vinstri hliðina af andliti hans. Hann hleypur í áttina til mín en ég er tilbúinn. Fyrst kemur hægri hnefinn, síðan vinstri, svo aftur hægri neðan frá sem ég bjóst ekki við. Ég missi jafnvægið og hann nýtir sér ástandið og dúndrar vinstri hnefanum í hægri hliðina á andliti mínu þannig að ég sný mér hálfhring. Geiri tekur mig hálstaki. “Þú ert ekkert nema vandræði, Pési litli. Það lýtur út fyrir að ég eigi ekki annarra kosta völ en að rífa af þér hausinn!” Örlítil birta virðist vera á glugganum. Sólin hafði risið fyrir stuttu. Ég get engan veginn losað mig, ég er of máttfarinn og hann of sterkur. Það er bara eitt til ráða. Ég hugsa um hvað Dóri sagði áðan, um að sjá sólar upprásina einu sinni enn. Ég vissi hvort eð er að ég mundi ekki komast héðan. Ég sparka aftur í fótinn á Geira, lyfti honum upp á bakið og hleyp að glugganum. Ég veit að þetta verður sárt en stekk samt út í gegnum gluggann. Við lendum báðir í sólarljósinu og hann fellur af mér. Sólin er heit, verulega heit. Geiri byrjar að æpa af sársauka yfir brunanum sem hann er verða fyrir og reynir að komast aftur inn en ég grýp í hann. “Ertu brjálaður? Við grillumst!” En ég hvorki er ekki hræddur við dauðann né tek ég eftir sársaukanum. Ég er loksins búinn að ná fram hefndum eftir fjögur ára bið og ég er ánægður. Lilja, ef þú bara gætir séð það sem ég sé. Það eru fjögur ár síðan ég sá síðast sólar upprás og hún hefur aldrei verið jafn fallegt. Ég er svo ánægður. Fjögur ár af kvölum eru loks á enda. Sársaukakvein Geira kæfast í hugsunum mínum. “Lilja…”
Þegar Lilja vaknaði uppúr slæmum draumi hafði hún ekki hugmynd um að fyrr um nóttina hafði fyrrverandi kærasti hennar, Pétur, komið í heimsókn en hún hafði ekki séð Pétur í fjögur ár. Við hlið hennar svaf núverandi kærasti hennar, Bárður, sem var eitt sinn besti vinur Péturs. Martröðin hafði valdið því að hún hafði svitnað nokkuð og koddinn hennar var nú orðinn rennandi blautur. Síðustu næturnar hafði hún fengið þessar martraðir um að Pétur væri að reyna að segja henni eitthvað en ekki getað sagt neitt áður en Geiri, drengur sem þau hefðu kynnst fyrir fjórum árum, hefði bitið hann í hálsinn. Þá vaknaði hún vanalega. Það var niðarmyrkur í herberginu nema ljósin frá ljósastaurunum úti fyrir. Hún strauk sér um hálsinn og leit síðan á náttborðið við hlið rúmsins. Þar lá bréf sem var merkt henni. Hún hikaði aðeins áður en hún tók upp bréfið og las.
“Elsku Lilja.
Ég veit að það er langt síðan ég hef séð þig og mér þykir fyrir því að þurfa að segja að við munum aldrei hittast aftur. Verra þykir mér þó að þessi fjögur ár sem hafa liðið hef ég vitað hvað varð systur þinni að bana en aldrei haft þann kjark til að segja þér hvað gerðist. Ekki vegna þess að ég vildi það ekki heldur vegna þess að ég var viss um að þú mundir ekki trúa mér. Í þessu bréfi mun ég reyna hvað ég get til að segja frá öllu og þú munt sjálf ákveða hvort þú trúir því eða ekki þó svo ég fullvissa þig um að allt sem stendur er sannleikurinn. Og ég vil að þú vitir að þegar ég horfi í síðasta skiptið á sólarupprásina mun ég hugsa um þig og óska þess að þú vitir hversu mikið ég hef elskað þig allan þann tíma sem ég hef þekkt þig og geri enn. Þetta er það sem gerðist…”
ENDIR