Ég er sammála þessu með stafsetningar og málfarsvillurnar í sögunum. Auðvitað eiga menn að gera sitt besta við að koma sögunum frá sér á góðu máli. Hitt er svo annað mál hvort það besta er nógu gott fyrir suma…
En það er ekkert svo erfitt að lesa sögur eftir Laxnes. Eftir nokkrar blaðsíður er maður alveg hættur að taka eftir undarlegri stafsetningunni. Það er auðvelt, því hjá honum er alltaf samræmi, hann skrifar orðin ekki svona á einum stað og öðruvísi á næsta stað. Þannig að það er ekki alveg rétt að hann hafi ekki passað upp á stafsetninguna, hún var bara svolítið öðruvísi. Einhverntíman heyrði ég að hann hafi fengið konungsbréf sem leyfði honum að skrifa svona, og ef það er rétt er varla hægt að kalla það ranga stafsetningu. Hefur einhver heyrt um þetta bréf, eða er þetta bara rugl í mér?
<BR