Þetta var fallegt desemberkvöld og jólaljósin frá ofskreyttu húsum okkar íslendinga gerðu snjóinn marglitan í rökkrinu sem annars hefi gert mig blindan. Ég var að koma úr hraðbanka í góðum fíling. Veðrið var svo svakalega gott að ég ákvað að ganga í gegnum skrúðgarð nokkrun sem lengdi þó fyrir mér heimleiðina. En það var eitthvað við þetta kvöld sem vildi að ég fór þessa leið. Það var alveg logn og heyrði ég aðeins í egin andardrætti sem var svo hlýr að frostið breytti honum í gufu. Aðeins heyrðist í bílum í fjarlægð að öðru leyti var þetta mjög rólegt.
Ég gekk hress og kátur eftir göngustíginum og fór að taka eftir því að þessi bílahljóð fóru að magnast. Ég gekk þó lengra og örlítið hraðar. En skyndilega kom mikil læti og ljósadýrð birtist um það bil 20 metrum frá mér í kringum 30 metra hæð. Þetta var einhversskonar fljúgandi furðuhlutur eins og í kvikmyndunum. Allt varð bjart í garðinum og græn ljós stungu mann í augun og allur snjórinn var skærgrænn. Skyndilega lenti þetta skrýtna farartæki og allt varð hljóðara en nokkru sinni fyrr og dimman skall aftur á og rétt sást í geimskipið. Allt í einu fann ég fyrir vetrarfrostinu sem var og kalt vatn rann milli skins og hörunds, ég vissi ekki hvort ég á átti að snúa við´, hlaupa eða halda áfram. En af einhverjum ástæðum gekk ég áfram og var hvert skref eins og sundsprettur í læk fullum á líkum. Drunginn og óhugnaðurinn greip mig en ég gekk hægt og rólega áfram. Eins og þruma úr heiðskýru lofti birtist skrímsli fyrir framan mig. Ég öskraði en ekkert heyrðist. Síðan frosnaði ég. Ég stóð grafkyrr og starði í augun á skrímslinu. Ég gat ekkert gert. Veran var með rauð stingandi augu á stærð við hnefa. Hann var í gráum kufl og hettan skyggði allt andlitið nema þessi augu.
“kglid hugt aaaal” sagði geimveran
Ég sagði ekki orð heldur starði á hana dauðhræddur.
“hver ræður hér” sagði svo geimveran
Ég sagði ekkert, var bara hissa og hræðslan minnkaði eftir að geimveran talaði íslensku.
“hver ræður hér á jörðinni” endurtók hún.
Ég fór að hugsa, fyrst datt mér í hug að segja bandaríkjaforseti. En svo datt mér annað í hug.
“bíddu aðeins” sagði ég skyndilega óttalaus.
Ég náði í veskið mitt í vasanum, tók allan peninginn úr sem var 3000 kall.
“Gjörðu svo vel herra geimvera” sagði ég hress “þessir ráða”