Hann gekk inn um hurðina, fröken Guðný? „já“ heyrðist svarað
út úr myrkrinu, „komdu inn”. Hann gekk inn, þetta var
skrifstofa, en þó ekki venjuleg skrifstofa. Hún var lýst upp af
kertaljósum, og hún var vel lyktandi. Þarna var einnig mjög
heimilislegt. En það sem mesta athygli hans vakti blasti við
honum, fegursta kona sem hann hafði séð. Rauðar og mjúkar
voru varirnar, hárið látið flaksa niður eftir bakinu, og
augasteinarnir voru eins og tvær stjörnur.

„Hvað hr. Halldór?“. Halldór hagræddi sér í sæti sem var fyrir
framan skrifstofuborðin. „Okkur var að berast tilboð, 50 millur”
sagði hann og reyndi að heilla hana, en hann gerði sig
aðeins að fífli. Hún hló, og sagði: „Hví tókuð þið ekki boðinu?“
„okkur fannst betra að fá þitt…”. Hún þaggaði niður í honum,
og hló dátt. Hún opnaði tölvuna, og þar var listi. Hún bætti
honum efst. „Allt í lagi sagði hún“, við tökum boðinu. Segðu
þeim það”. „Allt í lagi“ sagði hann og gekk út.

Svona var það, endalausar fyrirspurnir. Hún gekk heim til sín,
en það var ofar í götuni. Klukkan var orðin 10 um kvöld, og hún
gat ekki látið krakkana bíða lengur, fóstran fór fyrir 1 tíma.

Hún kom inn og hitti þar fyrir sjö ára dóttur sína ásamt 8 ára
syni. „Fenguð þið eitthvað að borða?” spurði hún meðan hún
klæddi sig úr jakkanum sem var bryddaður með minkaskinni.
„Já svöruðu þau".

Næsta morgun var mikið að gera, hún kom í vinnuna, og
heyrði í sírenum. Hún vissi, að þá var allt í lagi, allt samkvæmt
áætlun.

Hún gekk inn og byrjaði sínum vanalegu störfum. Þá kom
sendiboði frá forstjóranum og sagði að Halldór gefði fundist
látinn fyrir utan. Með 7 stunguför á maga, og 9 í höfði. Hún
þóttist fara að gráta, og óskaði þess að vera ein.

Seinna kom hún heim. Við henni blasti hræðileg sjón. Sú 7
ára hafði 7 stungusár í maga, en sá 9 ára 9 stungusár í höfði.
Hjá þeim var miði en á honum stóð:

Ekki kássast upp á mig, þá kássast ég ekki upp á þig & þína.
-Halldór

Hún komst í svoleiðis sjokk, hvernig má það vera? hún hafði
drepið hann, og jafnvel fjarlægt hann af listanum! Hún hljóp
fram í stofu til að hringja í lögregluna. Þá nánast leið yfir hana,
þarna var Halldór.

kv. Amon