Ofurhetjan Harmonikku Jói
Ég stóð og starði upp í himininn.Ég heiti Harmonikku Jói og er ofurhetja!Ofurhetjur fá alltaf 1 hæfileika á hverjum afmælisdegi.Ég á afmæli 16 okt og fattaði að ég væri ofurhetja þegar ég var 9 ára.Þá gat ég étið orma og látið þá koma út um nefið.Pabbi segir að það sé mikill hæfileiki en mömmu fynnst það ógeðslegt.Þegar ég varð 10 ára gat ég hoppað svo hátt að guð gæti séð mig.Einu sinni klessti ég á þotu og rotaðist.Á 11 ára afmælinu mínu sá ég stjörnuhrap og ég óskaði þess að ég gæti flaugið,óskin rættist ekki en ég gat klifrað upp veggi eins og spæterman.Það kom sér vel því ég á það til að lenda í vandræðum með hunda en þeir geta ekki klifrað upp veggi.Ég varð síðan snillingur í að pilla rækjur.Pabbi segir að það sé ókostur því að það sé fíla af rækjum.Þegar ég varð 12 ára varð ég súpersætur og varð þá kallaður Súpersætur. Nafnið Harmonikku Jói festist samt fljótt við mig aftur því ég spila á harmonikku.
Eftir afmælið var ég að reyna að fljúga en mér tókst það ekki og rétt í þessu kom pabbi út og öskraði: “FIRE IN THE HOLE!” og húsið sprakk í tætlur.Ég spurði pabba hvað hefði gerst.Hann sagði að hann hefði verið að gera tilraun með TNT.”Jæja þá ferð þú og bróðir þinn inn í borgina til að berjast við bóa meðan ég og mamma þín lögum húsið” sagði pabbi.Þeir flugu inn í borgina en þar var Súperman,Spæterman og Batman.Þá komu vondukallarnirog hökkuðu þá í spað.Ég fór að þeim,tókí hnakkadrambið á þeim,hoppaði hátt og sleppti þeim þannig að þeir urðu að klessu.En þá kom stjórinn,hann var of stór fyrir mig svo að ég og brói tókum hann og slitum hann í sundur,svo fórum við aftur heim.