Ég ætla að skrifa stutta sögu um hvernig sólin varð til.
Einu sinni fyrir langa löngu var pláneta sem var búin til úr gleri.
Í miðju plánetunnar var eldhnöttur.
Á þessari plánetu var allt búið til úr gleri, postulíni eða bara eitthveju sem líkist gleri og postulíni.
Allt fólk var búið til úr postulíni.
Bara alveg eins og postulínsdúkkur.
En þið megið ekki miskjila því að hárið á þeim og fötin voru gerð úr mjög fíngerðu efni.
Húsin voru gerð úr lituðu gleri sem var mjög þykkt og gluggarnir voru líka gerðir úr gleri bara glæru.
Jæja, nóg um það.
Einn fagran dag þegar Yasmin fór úr að ganga á táslunum þá var henni óvenjuheitt á fótunum.
Hún sá að grasið kastaði fallegum litum en hvaðan kom ljósið?
(Grasið var úr kristöllum)
Eldhnötturinn hafði aldrei verið svona heitur áður.
En svo sá hún að hnötturinn hafði stækkað.
Hann stækkaði með hverjum deginum og einn daginn sprengi hann sér leið í gegnum glerhnöttinn og glerbrotinn þeittust út um allt en kristallarnir urðu að glitrandi stjörnum á himninum.
Þessi eldhnöttur bræddi glerbrotin og það varð að plánetum sem eru í stjörnukerfinu en hnötturinn heitir nú sólin.
Svona er það sem mér dettur í hug og ég vona að þetta hljómaði ekki barnalega.