“Ég ætla að verða söngkona”, þessa setningu höfðu mamma og pabbi heyrt í fimm ár og voru örugglega komin með leið á henni. Samfés átti að vera eftir mánuð og átti að hafa söngvakeppni í félagsmiðstöðinni minni til þess að velja einhvern til þess að fara á Samfés, ég ætla að skrá mig, og ég dreif í því fyrsta daginn sem skráningin var, ég ætla að syngja lag eftir mig, mér fannst þetta lag vera flott.
Ég átti engar vinkonur í skólanum og var alltaf ein, auðvitað voru allar vinsælustu stelpurnar búnar að skrá sig, þær hljóta að vinna hugsaði ég. Generaprufan var í kvöld, þegar ég labbaði upp á svið sá ég að allar vinsælustu stelpurnar horfðu á mig kvikindislega en generaprufan gekk bara vel hjá mér, en alvöru söngvakeppnin hjá félagsmiðstöðinni átti að vera á morgun.
klukkan var að nálgast sex, keppnin var eftir tvo tíma, mamma ætlaði að mála mig, hún er snyrtifræðingur, mamma keypti líka á mig svartan kjól, þegar ég var tilbúin fannst mér ég líta út eins og prinsessa.
Ég var síðust í röðinni til þess að syngja, það voru allir með dansa. Röðin var komin að mér og þetta heppnaðist mjög vel hjá mér, fannst mér en þegar ég var búin að syngja hélt ég að það mundi koma þvílík fagnaðarlæti en það eina sem kom var að það var púað á mig. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur eftir stutta stund hljóp ég niður af sviðinu og inn á klósett og byrjaði að gráta, en allt í einu var bankað á klósetthurðina og sagt að ég hafði unnið.
Þetta skeði ekki fyrir mig………