Þessi saga inniheltur frekar ofbeltislega atburðar rás og er því bönnuð börnum yngri en 16 ára. ( Og líka fólki sem var hrætt þegar það horfði á screem.)


Mánudagur 5 september 1999.

‘’Mamma ég er farinn að sofa’’ öskraði Tóti til mömmu sinnar sem var að horfa á sjónvarpið með einhverjum manni. Þau höfðu frekar hátt, öskruðu mikið og Tóti var nú ekki alveg viss um að mamma hans hafi heyrt í honum. En hann var ekkert að kippa sig upp við það.

Hann lokaði hurðinni á herberginnu og lagðist upp í rúm. Hann kveikti á sjónvarpinu og vissi að það var skemmtileg mynd á sýn núna. Það var laugardagskvöld og það var alltaf skemmtilegar myndir á miðnætti á laugardögum og miðvikudögum á sýn svo hann ætlaði sér að horfa á þetta.

En þegar hann ætlaði sér að skipta á sýn sá hann eitthvað í glugganum. Honum brá eins og brjálæðingi. Hver var þetta. Var þetta einhver morðingi, eða eitthvað verra. En honum til mikillar léttis var þetta bara bavíani. Bavíaninn kom til hans og lagðist á rúmmið. Þegar Tóti ætlaði að klappa bavíonum sló bavíaninn hann í andlitið. Það foss blæddi úr kinninni á Tóta. Síðan hoppaði bavíaninn á hálsinn á honum og beit hann í hálsinn.

2 dögum seinna á lögreglustöðinni.

Jack horfði á skjölinn sem hann hélt á . Ungur piltur bitinn í hálsinn, móðirin kom að honum deginum eftir. Ekki er vitað hver morðinginn er en það er haldið að gírafi hefur rekist í gluggann hjá stráknum og haldið að strákurinn hafi verið laufblöð og bitið hann óvart og drepið hann.

Jack og Paul rannsökuðu þetta mál í smá tíma en gáfust upp á málinu. Þeir voru svo viss um að gírafinn hafi óvart drepið hann svo þeir álitu þetta hafi verið slys.

2 árum seinna.

Paul var að labba heim til sín kvöld eitt, hann var einn á ferð og enginn annar á ferli. Sá hann einhvern labbað að honum og þegar hann kom nær sá hann að þetta var bavíani, hann byrjaði að hlaupa að honum. Paul ætlaði sér að grípa bavíanan og faðma hann. En bavíaninn greip í bringuna á honum og gróf sig inn í hann. Reif hjartað úr honum.

Jack fékk hringingu næsta dag og fékk þessar hræðilegu fréttir. Nú vissi Jack að sá sem drap Tóta var ekki gírafi það var BRJÁLAÐI BAFÍANINN.
En hvernig á hann að ná brjálaða bavíananum. Bavíaninn er ó stoppandi.

Það fáum við að vita í næstu sögu af BRJÁLAÐA BAFÍANANUM.