Ég verð nú að segja þér litla sögu af manni sem alltaf var svo vel til
hafður, rakspýra angan lafði af honum alla daga og hárið vatnsgreitt til
hliðana, ávalt klæddur þessum glansandi leðurjakka sem hann stal. Hann gekk
mjög hratt og staldraði sjaldan við. Við krakkarnir fylgdumst oft með honum
þegar hann kom í bakaraíið á sunnudögum, hann kom alltaf á slaginu 14,
keypti aldrei það sama, stundum kökur, aðra daga brauð og hina stundum bara
mjólk. En alltaf gaf hann okkur gaum og laumaði að okkur brauðmolum sem við
átum úr lófa hans þegar hann gekk út. Suma daga kom hann í sjoppuna og
spilaði í kassanum, ég átti til að spjalla við hann og gefa honum ráð hvaða
línur hann ætti að veðja á. Og þegar hann datt í lukkupottinn þá sparkaði
hann í rassgatið á mér og kallaði mig lukkutröllið sitt, ég kallaði hann
bara Móra, enda var það sem hann sagðist heita.
Svona gekk þetta í nokkra mánuði, og var hann orðinn góðkunningji okkar
krakkana fljótt.
En svo breyttist allt einn daginn í skólanum.
Kennarinn kom inn í stofuna, “Krakkar mínir skólastjórinn okkar, Kjartan er
látin.” þögn sló á hópinn, nema náttúrulega mig sem kallaði “Fáum við þá
frí?” kennarinn sussaði á mig og krakkarnir tístu.
“Hann var orðinn gamall hann Kjartan okkar og svona er nú gangur lífsins”
segir kennarinn.
“Ég drap hann! hahaha” kallaði Margrét, en það var fljótlega þaggað niður í
henni eins og vanalega þegur hún trylltist.
Skyndilega rauk hurðinn af hjörunum, eins og korktappi af kampavíni og inn
æðir Móri, stofan fyllist af rakspýralykt og kennarinn hrökk í kút, “ Hver
ert þú?!” hvæsir kennarinn, “ég heiti Móri” svaraði Móri ljúfum rómi og
dæsti sáran.
“ég verð að segja ykkur eitt krakkar mínir” hélt hann áfram…
“Nei það geriru hreint ekki, komdu þér út eða ég kalla á lögregluna” greip
kennslukonan inn í
“Þegiðu kona, lögreglan er ekki til, þessi skóli er ekki til” sagði Móri
“Hvað meinaru? Ertu ruglaðu maður??!”
To be continued!!!
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”