Lífið.
Ég horfði á hann, með grátstaf í augunum. Ég var svo hrædd um hann. Hann hafði lent í bílslysi, litla barnið mitt. Af hverju keyrðir þú svona hratt. Nú ertu búinn að lenda í virkilega slæmum málum.
Ég sat við rúmið hans, ef ég misti hann væri ég búinn að missa allt. Hann var það eina sem ég hafði hjá mér. Pabbi hans fór áður en hann fæddist og hann er eini sonur minn. Ég veit ekki hvað ég get gert án hans.
Hann lá með lokuð augun, ég byrjaði að hugsa um allar góðu stundirnar samann. Hvað hann var stundum góður. Hann var nú enginn engill. Lenti oft í einhverju tómu visinni. Ég man þegar hann stal bíl með vini sínum, og þegar hann keypti sér landa og það þurfti að dæla upp úr honum.
En við áttum líka samann góðar stundir. Eins og þegar við fórum samann til útlanda.
Hann hafði verið að vinna á sjónum í allt sumar og hann bauð mér bara til london.
Reyndar þegar ég horfi á hann er hann lítill engill. Hann er engillin minn.
En nú var hann í lífhættu. Var að fara frá mér. Ég bara veit ekki hvað ég geri ef hann deyr. Ég helt að ég á eftir að drepa sjálfan mig og fara til hans.
En svo allt í einu opnar hann augun. Ég horfi á hann og stend upp. Hann seigir við mig að hann elskar mig og ætlar aldrei að gera mér þetta aftur.
Litli strákurinn minn sagði ég og grét………