Þeir gengu þrír saman um götur þessarar stóru borgar sem að þó var bara lítill hluti af jörðinni og enn minni hluti af heiminum.
Þetta hljómaði kannski svolítið kjánalega en svona var það. Þeir höfðu komist til New York. Þeir Ari, Jói og Kalli

Þetta byrjaði allt fyrir um mánuði síðan, þeir höfðu setið heima hjá Jóa yfir myndbandsspólum og voru að drekka bjór. Þá fékk Ari þá hugmynd að þeir skyldu fara til útlanda. Þeir höfðu enga vinnu þá svo að Kalli og Jói héldu að Ari hefði bara drukkið og mikið af blessuðum bjórnum, sem fær þó fólk til að gera ýmsa skrýtna hluti. En svo tveimur vikum seinna hringdi Ari í Jóa og Kalla og bað þá að hitta sig á kaffihúsi. Þeir samþykktu það og fóru til hans. Og þarna sat hann í nýjum leðurjakka og benti þeim á að koma til sín. Þeir gengu til hans og settust niður hjá honum og spurðu hann hvar hann hefði fengið pening fyrir þessum jakka. Hann svaraði engu og var frekar flóttalegur svo að þeir lögðu spurninguna bara niður. En eftir smá tíma þegar þeir höfðu hljóðir setið yfir kaffi sagði hann að hann væri kominn í vel launaða vinnu. Þeir spurðu hvaða vinna það væri, en hann sagðist segja þeim það í bílnum. Þegar að þeir komu í bílinn spurðu þeir hann aftur hver þessi vel launaða vinna væri. Hann sagði bara eitt orð og það var “lottó”




Jæja þetta er fyrsti hluti af nokkrum. Segið mér hvað ykkur finnst og þá skrifa ég kannski meira.