ÞAð er að gerast!!!!
Ég finn það er að gerast.Ég er að fá enn eina helvítis martröðina.Aaaaahhh, þetta er alltaf einhvað ræðilegt.Þetta hefur ofsótt mig í marga áratugi.Alltaf sama martröðin, alltaf sama hræðslan, þetta gerist alltaf allt saman.Ég er að vera geðveikur.
Ég stend inni í miðjum almenningsgarðinum þegar klukkan slær á hádeigi og skyndilega verður garðurinn fullur af mönnum, mörgum tugum manna, allir eins.Allir í eins fötum, svona svörtu kufli.Allir með hettu svo ekki sést í andlit þeirra.Það versta, allir elta mig með keðjusög.Ég hleyp eins hratt og ég get en þeir labba rólega á eftir mér.Samt eru þeir alltaf alveg á hælunum á mér.Ég finn þá nálgast mig.Þeir þylja alltaf það sama fyrir vörum sér, ég held þetta sé bölvun sem þeir þylja.
Alltaf sami textinn með sömu dimmþrungnu röddini:Kasulunemahara, kasulunuherne, kasamimarana.Kasenaraaaaa.
Ég veit ekki hvað þetta þýðir, það er það versta.Ég er alveg að trompast.Þeir hafa umkringt mig.Þeir koma úr öllum áttum.Þeir ætla að drepa mig aaaaaaaaaa…..Ég vakna.Ég þýt fram úr rúminu.Ég hleyp niður og sé konuna mína dána á gólfinu, og það er einhver yfir henni.Ég fer að þeim sem er yfir henni með tárin í augunum og hún snýr sér snöggt við.
Það er vampíra aaaaaahhhh….Ég hleyp og hleyp.Þýt út á nærfötunum, það er 10 stiga frost en til mikillar gleði er vampíran ekki að elta mig.Ég stoppa, hvíli mig aðeins´og lít fram fyrir mig en vampíran bíður þar.
Ég ætla að hlaupa burt en vampíran teygir hendurnar í mig.Dregur mig að sér og skellir tönnunum í axlirnar á mér.Sársaukinn er þvílíkur.
Ég vakna núna í alvöru.Martröðin er yfirstaðin.Ég bíð eftir því að fá hjartaáfall í svefni.Ég fer í vinnuna.
Ég kem aftur heim síðar, dauðþreyttur og þrátt fyrir óttann fer ég að sofa.
Það gerist allt það sama, ég hleyp frá mönnunum og vampírunni.
Vampíran bítur mig, ég finn fyrir sársaukanum.Ekkert gerist, ég vakna ekki.Ég er dáinn í draumnum…Það gerðist….ég er dáinn fyrir fullt og allt……… í alvöru….