Kvörtun 1858
Það er herrans árið 1858 og vér erum að sturlast. Best að vera ekkert að þéra svona, ég fæddist nefnilega á vitlausum tíma. Ég er að sturlast eins og ég sagði, því ég fæddist árið 1840. Hvílík vonbrigði, þegar ég fæddist inni í eldhúsi á eldhúsborðinu heima. Ég áttaði mig strax á því að þetta var ekki árið 1985 eins og mér hafði verið lofað. Þeir rugluðust um meira en heila öld!
Mér hafði verið lofað afslappaðri menntun í Borgó, splúnkunyjum skóla í ungu hverfi, Grafarvoginum. Þess í stað by ég á Grafarvogsbænum, fokkings bóndabæ! Reyndar var ég sendur í splúnkunyjann skóla, Menntaskólann í Reykjavík! MR er nyr skóli og ég er á vistinni þar. Engin tölva! Það er enn verið að byggja leikfimishúsið. Fyrsta fokkings leikfimishúsið landsins enn í byggingu!
Ég hef enga tölvu, ekkert internet! Ég verð 150 ára gamall þegar internetið verður loksins fundið upp. Neðan úr gröfinni get ég spilað Counter-Strike 160 ára gamall! Ég á ekki tölvuúr heldur, fékk í fermingargjöf eitthvert níðþungt drasl vasaúr. Vissulega er það úr silfri, en hverjum er ekki sama má ekki selja það, erfðargripur. Heldur vildi ég almennilegt tölvuúr með millisekúndum og MP3-spilara innbyggðum.
Svo er annað, ég er fokkings 18 ára gamall og enn ekki kominn með fokkings gemsa! HNEYKSLI! 18 ára menntskælingur gemsalaus, brot á mannréttindum! Ég get ekki reynt við skólasystur mínar með sms-i. Það eru ekki einu sinni stelpur í skólanum. MR er drengjaskóli. Hver er tilgangurinn með því að fara í skóla ef það eru engar fallegar stelpur þar? Ekki neinar stelpur! Ég bara spyr!
Þegar ég var sautján ára og tilbúinn fyrir bílprófið, áttaði ég mig á því að það eru fimmtíu ár þangað liðið fer að finna upp bíllinn. Þið sjáið hvílíkir hálfvitar þetta eru sem ég umgengst!
Steinar Brasilíufari