Einu sinni var lítið snjókorn sem hét Snjói. Það var mjög skrýtið því það elskaði að láta hnoða sig með fullt af öðrum snjókornum í snjóbolta og láta kasta sér í vegg. Einnig naut það þess að svífa um loftin og horfa yfir allt.
Dag einn sá Snjói að verið var að setja upp jólaskraut og þá hugsaði Snjói: ,,Nú eru örugglega að koma jól'.
Því fannst alltaf gaman þegar jólin nálguðust. Snjói sveif áfram og settist á næstu skreytingu. Þar voru þrír menn að setja upp jólaljós. Snjói horfði á mennina, en allt í einu kom rosa vindkviða sem feykti Snjóa á bíl sem brunaði framhjá. Snjói festist á bílnum og gat varla hreyft sig. Nú var Snjói í miklum vandræðum því að á þessum stað var heitt og það sem Snjói þoldi minnst af öllu var hiti. Snjói reyndi að losa sig en tókst það ekki. En allt í einu losnaði Snjói. ,,En sú heppni að ég losnaði, ég var alveg að bráðna' sagði Snjói. Snjóa var mjög heitt næsta klukkutímann en honum til happs byrjaði að snjóa svo að honum kólnaði. Þegar Snjóa var orðið nógu kalt ákvað hann að lenda fyrir framan fullt af krökkum svo að þau gætu hnoðað honum í snjóbolta. Snjói lenti fyrir framan stóran strák sem tók Snjóa og fullt af öðrum snjókornum og hnoðaði þeim í harðan bolta. Í þetta skipti lenti Snjói fremst á snjóboltanum og það fannst honum skemmtilegast. ,,Jibbí' kallaði Snjói. Og splass, snjóboltin hafði lent á vegg. Snjói sveif alsæll í burtu eftir kastið.
Klukkan var orðin 17:59 á aðfangadagkvöld og Snjói sveif yfir kirkju og allt í einu heyrði hann bjölluhljóm. Klukkan var orðin 18:00. Jólin voru gengin í garð.