Hvernig á maður að byrja sögu?
Ég var glataður maður eitt sinn, peisulaus í frosti um miðjan vetur einn á götuni.
Ég bjó í kofaskrípli niður í Danjelsslippi og í hálf rifnu lofti í JL húsinu vestur í bæ.
Ég gékk um teljandi mig vera næsta forsetisráðherra lands vors.
Og ég æddi einusinni inn í banka hrópandi og hélt því fram að það væri verið að ræna þjóðina.
Ég sagði að einkavæðinginn græfi undan ríkinu og skildi það á endanum eftir valdlaust og marklaust.
Það er verið að ræna okkur hélt ég fram…
Stuttu seinna var ég sviftur sjálfræði og settur inn á klepp.
En var ég með öllu vitfyrtur? Kanski ekki.
Er þetta byrjun?
Já þetta gæti verið byrjun. Ég er tuttuguogsex ára. Og mig hefur dreimt um það að geta skrifað.
Ég hef verið hér og þar.
Hef lífsreinslu sem gæti fengið 80 ræðan mann til að roðna.
Ég er ómenntaður með öllu.
Og ég trúi á annað tækifæri sem ég er að fara gefa mér .
Ég er kominn útaf Kleppi en ég held en að það sé verið að ræna ríkið völdum.
En ég er ekki lengur á götuni æðandi á milli stofnana boðandi fall Íslenska ríkisins.
Í mínum huga er þetta allt partur af því að koma okkur inn í efrópusambandið. Þegar ríkið er orðið eignarlaust þá kemur Efrópusambandið til bjargar. Snjalt. Allt fyrirfram plottað.
Þetta gæti farið svona. Vona að ég verði ekki settur aftur inn á klepp.
Það var nú mart annað sem ég var að rugla t.d var ég Guð og Konungurinn yfir Íslandi, það er flottur titill.
Konungurinn yfir Íslandi. Ef ég næ því einhverntíman að skrifa bók þá er það titill sem vel kemur til greina.
Hver veit nema ég verði þektur fyrir að gefa út ævisöguna mína?
En þaðverður enginn ríkur á því einu að skrifa eina helvítis ævisögu. Og því stefni ég reindar á það að skrifa skáldsögu. Ef ég þá hef hæfileikana sem til þessarna þarf. Hvernig fer maður annars að því að skrifa bók.?Maður verður að hafa þráð, persónur, rómans, snúninga og tvista. Þetta er svona grunnurinn og þetta hef ég fattað alveg aleinn. Klár strákur, en þetta er ekki bók. Ég gæti kanski byrjað á því að skrifa ritgerð svona til að æfa mig? Finna mér smásögu og skrifa ritgerð um hana og höfundinn. Fjandi góð hugmynd.
En geri ég það? Aha það er málið maður verður að framkvæma er það ekki.
Helvítis….. Þetta er ekki saga.
Endir.