Hann mundi ekki hvað hann hét, hann vissi ekki hvernig hann leit út, en honum var sagt að hann hefði eitt sinn verið maður. Hann mundi líka hversu gott lífið var. Þess vegna grét hann. Hann mundi að hann stóð í löngum göngum og mikil birta kom til móts við hann eins og eilífðin. Hann hélt áfram að ganga og allt í einu hríslaðist um hann alsæla, besta tilfinning sem hann hafði nokkru sinni. Engill gekk að honum. Engillinn brosti til mannsins og maðurinn brosti á móti. Hann fann inn í sér að öllum syndum hafði verið fyrirgefið.
Velkominn, sagði engillinn. Þú hefur verið valinn sem varðmaður. Hann rak upp stór augu. Varðmaður! Hvað er það? Engillinn brosti og sagði honum hlutverkið. Tíminn leið og hann sat í hásætinu og fylgdist með því sem gerðist á jörðinni í 100 ár. Hann fylgdist með slæmum hlutum, góðum hlutum, gullöld, byltingu, upplausn, stríði, ragnarökum. Allt þetta sá hann og skynjaði. Engillinn hafði komið á ári hverju, fyrst geislandi af ánægju með lífið á jörðinni, en varð daprari og daprari eftir því sem á leið. Og nú var hann væntanlegur.
Tilvera Varðmannsins var ein stór bið þannig að hann gerði ekki greinarmun á bið og atburðum. Þess vegna sýndi hann engin svipbrigði þegar Engillinn birtist fyrir framan hann. Allt varð svart.
Sviðin jörð. Líflaus. Allslaus. Vonlaus. Það rignir súru regni. Hann rankaði við sér. Loksins! Öll þessi ár hafði varðmaðurinn fylgst með jörðinni úr fjarlægð og beitt til þess skynjun. Nú hafði engillinn tekið hann með sér niður á jörðina. Hann vissi ekki hvað hann ætti að segja, en engillinn rauf þögnina. Faðir minn bað mig um að þú yrðir vitni af þessum atburði, sem fulltrúi mannkynsins. Allt í einu voru tveir litlir fuglar, sem sungu fallega, fuglasöngur hafði ekki heyrst á Jörðinni í tugi ára. Og einhvernvegin, þá varð allt bjartara en áður… Engillinn hóf upp raustina: Þið mennirnir hafið oft gleymt því að tilgangur lífsins er að lifa, ekki að deyða. Það vissir þú síst af öllum. Hjartað í honum tók kipp… ég? En hver er ég. Ég hef spurt þig þessarar spurningar í hvert skipti sem þú hefur komið, en ekki enn fengið svar… Engillinn svaraði: Ég vona að þú hafir lært þína lexíu og rétti honum silfraðan spegil. Hann leit í hann og eitt orð myndaðist á vörum hans: Osama. Engillinn sagði: Nú skulum við hefjast handa.
Og allt varð sem áður var…
Sólin rís upp og bakar skýjakljúfana með hita sínum. Fuglar syngja, kaupmaðurinn er búinn að setja upp pylsubarinn. Friður liggur í loftinu. 11 september 2001 gengur í garð. Dagurinn líður eins og ekkert hafi í skorist fólk nýtur lífsins, á sína sorg og gleði og tilhlökkun og hamingju og von og innblástur og áhyggjur. Faðir og sonur hans ganga sinn daglega göngutúr í miðgarði.
Sonur: Heyrðu pabbi, mér finnst ég sjái engil þarna langt uppi á himnum!
Faðir: Ég er viss um að þú eigir þinn verndarengil, en þetta eru nú bara ofsjónir.
Sonur: Jæja þá.
Lengst uppi í loftinu, þar sem hásætið stóð standa tveir englar. Dagur er að kveldi kominn.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður