unga stúlkan var um 10 ára með dökkt sítt hár sem liðaðist niður eftir bakinu og í hárinu var ein rauð slaufa.
Stúlkan settist niður hliðin á eldri konunni og horfði draumkennt upp í himininn, sem endurspeglaði blámann í augum hennar. Hún brosti og leit á eldri konuna.
- Hví kemur þú hingað? spurði unga stúlkan.
eldri konan horfði undrandi á stúlkuna, eftir smá umhugsun hristi hún svo höfuðið og svaraði.
- Ég er ekki viss sjálf.
Unga stúlkan kinkaði kolli og brosti.
- Ég kem hingað til að trúa því að það sé eitthvað gott í þessum heimi.
Eldri konan horfði hissa á stúlkuna. Hún leit upp í himininn og eftir smá tíma, sagði hún:
- Ég kem hingað til að losna frá öllu því vonda í þessum heimi.
Unga stúlkan kinkaði kolli, hoppaði niður af trjádrumbinum og gekk í burtu, hún stoppaði, sneri sér við og brosti til eldri konunnar.
- Það breytist víst ekki. Svo gekk hún í burtu.
Eldri konan horfði á stúlkuna fjarlægjast.
“Ég man ekki eftir mér svona alvarlegri þegar ég var ung”, hugsaði hún, er hún horfði á eftir sér ganga í burtu.
G