Það er farið að líða vel á flöskuna og kvöldið. Sígarettupakkinn er búinn og hálfur til. Honum finnst hann nánast tilbúinn. Hann snýr sér við og horfir í átt til hennar. Sér til mikillar furðu sér hann að hún horfir á hann. Maðurinn sem var með henni er farinn. Hún situr bara þarna ein og virkar einmana. En hún horfir á hann. Hann horfir til baka, getur ekki annað. Hún hallar höfði og brosir til hans. Hann brosir vandræðalega til hennar og finnst alveg eins og það snarrenni af sér. Stóllinn hjá henni er laus.
„ Þetta er tækifærið!”
En hann getur ekki fengið það af sér að standa upp og ganga til hennar. Hann vantar einn drykk í viðbót. Hann snýr sér við og kallar til bareigandans. Eigandinn er á spjalli við einhverja kunningja sína og segist koma með drykkinn rétt strax. Hann kveikir sér í sígarettu meðan hann bíður.
Hann er ekki feiminn maður. Honum þykir heldur ekkert óþæginlegt að tala við kvenfólk, svona almennt. Hann veit að hann á alveg ágætis möguleika í kvenfólk, útlitslega séð. Að vísu er hann órakaður núna og úfinn en þrátt fyrir það er hann alls ekki ólaglegur. Samt skortir hann kjark til að fara til hennar. Ástæðan fyrir því er sú að hann veit að það er ekkert til sem heitir auðveld ást. Hann hefur upplifað ást og hún var sko allt annað en auðveld. Það sem hann gekk í gegnum með síðustu ástinni sinni varð til þess að nú er alltaf eitthvað sem bremsar hann af. Það vita allir að ástin er ekki auðveld og í hvert sinn sem þeir láta á hana reyna þurfa þeir að gera það upp við sig hvort ástin sé þess virði að ganga í gegnum alla erfiðleikana. Þegar hann er edrú finnst honum sem ástin sé ekki þess virði.
Þess vegna drekkur hann.
Þegar drykkurinn er kominn og farinn ofan í hann finnst honum hann vera orðinn klár í slaginn. Hann stendur upp og snýr sér við.
Hún er farin.
Hann stendur kyrr í smástund, sem þó virkar á hann eins og afar langur tími.
Svo snýr hann sér sviplaust við, sest niður og nær sér í aðra sígarettu. Hann kveikir í henni og dregur djúpt að sér reykinn.
Í því segir eigandinn að bráðum verði barnum lokað.
„Kannski ég fái að klára þessa flösku sem ég var byrjaður á?” segir hann þá.
Bareigandinn lítur í átt að borðinu sem hún sat við fyrr í kvöld. Svo brosir hann samúðlega og kinkar kolli.
„Sjálfsagt maður. Ekkert mál.”
Réttir honum svo Jack Daniel’s flöskuna. Það er rétt nóg eftir í eitt glas. Enda finnur hann á sér allt það aftur sem hann taldi að hafði runnið af sér fyrr og hann veit að hann á ekki mikið eftir. Hann hellir restinni úr flöskunni í glasið og fær sér meiri reyk. Svo situr hann þarna í dágóða stund og klárar úr glasinu í rólegheitum, enda ekkert að flýta sér.
Svona fór þá um þetta kvöld. Alveg eins og svo mörg önnur. Þetta var bara enn eitt kvöld á barnum. Úr hátalaranum streyma ljúfsárir tónar Tom Waits. Ljúfir í fegurð sinni og sárir í sannleika sínum…
„ Well I hope that I don’t fall in love with you
‘Cause falling in love just makes me blue.
Well the music plays and you display your heart for me to see,
I had a beer and now I hear you calling out for me
and I hope that I don’t fall in love with you.
Well the room is crowded, people everywhere
and I wonder, should I offer you a chair?
Well if you sit down, with this old clown, take that frown and break it,
before the evening’s gone away, I think that we could make it,
and I hope that I don’t fall in love with you.
Well the night does funny things inside a man
these old tom-cat feelings you don’t understand.
Well I turn around to look at you, you light a cigarette,
I wish I had the guts to bum one, but we’ve never met,
and I hope that I don’t fall in love with you.
I can see that you are loneseome just like me,
and it being late, you’d like some company.
Well I turn around to look at you, and you look back at me,
the guy you’re with he’s up and split, the chair next to you is free,
and I hope that you don’t fall in love with me.
Now it’s closing time, the music’s fading out.
Last call for drinks, I’ll have another stout.
Well I turn around to look at you, you’re nowhere to be found,
I search the place, for your lost face, guess I’ll have another round
and I think that I just fell in love with you.“