X fyrir drauma. Part 3. Dularfulli drengurinn.
Ég og Ríkharður stóðum þarna lamaðir af ótta. Strákurinn lagði manveruna sem hann var að éta frá sér og stóð upp, byrjaði svo að labba að okkur. Við löbbuðum hægt afturábak. Hann byrjaði svo að hlaupa að okkur og við snérum okkur við og hlupum eins og við gátum í burtu.
Hann hljóp á eftir okkur og hljóp miklu hraðar en við. Og innan skamms hoppaði hann á mig og reif mig niður.
Ég sá Ríkharð hlaupa öskrandi í burtu. Hvað átti ég að gera. Dularfulli drengurinn sat ofan á mér. Ég var viss um að hann væri að hugsa um að drepa mig og éta mig.
En það gerði hann ekki, í staðin stóð hann upp og lyfti mér á fætur.
Ég leit að svæðinu sem Ríkharður hafði hlaupið, hann var horfinn.
Svo leit ég á strákinn.
‘svo þú hefur fundið leið til að komast inn í garðinn’ sagði hann með hrjúfum róm.
‘eee já´sagði ég stressaður.
‘og nú ætla ég að hjálpa þér í burtu, því að þessi staður er ekki fyrir krakka eins og þig’ sagði strákurinn.
Ég horfði á hann með óttaslegnum augum.
Svo sagði hann mér að fylgja sér. ‘En hvað með Ríkharð´’ sagði ég.
Strákurinn snéri sér við og horfði frekar glottandi á mig.
‘Ef Ríkharður er sá sem hljóp í burtu, þá er hann dauður’ sagði strákurinn glottandi.
Ég horfði á hann og hugsaði, ætti ég að fylgja honum, ætti ég að gera það.
Hvernig veit ég að þessi strákur sem var að éta eitthvað lík sé treistandi.
Framhald.