X fyrir drauma.


Hvað í fjáranum gerðist. Ég sat sveittur í rúminu. Ég sá að vinur minn Ríkharður var stein sofandi á dýnunni. Ég hafði dreymt svo skrítinn draum. Svo rosalega skrítinn draum.

Það byrjaði með því að ég var að labba niður langan gang. Svo kom ég að tveim hurðum. Á einni hurðinni stóð hið góða og á hinni stó x fyrir drauma.
Af einhverjum ástæðum valdi ég x fyrir drauma.

Ég lokaði eftir mér og sá fyrir framan mig móðir mína.
Hún var ekki brosandi, hún var reið, reið út í mig. Hún öskraði, HVENAR ÆTLAR ÞÚ AÐ ÞROSKAST. Mér brá og var frekar hræddur. Svo allt í einu féll hún niður.
Ég labbaði að henni og sá að hún var byrjuð að hverfa.
Eiríkur, þetta var rödd fyrir aftan mig, ég snéri mér við og sá systur mína Ástu standa þarna fyrir framann mig. Hún sagði mamma er bara veik, veik eins og þú. Systir mín hljóp að mér og byrjaði að kyrkja mig fast, ég náði ekki andanum. Ég reyndi að losa hana af mér en hún var svo sterk, svo hræðilega sterk. Hún öskraði LITLI BJÁLFI FARÐU ÚT. Ég var alveg að missa andann þegar hún allt í einu byrjaði að rotna og ormar voru skríðandi á henni. Hún féll til jarðar. Hún var orðinn að mold.

Svo horfði ég á hendurnar á mér og sá að þau voru að detta af mér.
Svo vaknaði ég og lá núna í rúminu öruggur.
Ég stóð upp og fór fram á gang og sá mér til mikillar skelfingar að á hurðinni inn á gangi stóð
X FYRIR DRAUMA