Einn.

Hann hleypur af stað grátandi og blóðugur heim. Það fara margar hugsanir í gegnum huga hans. Af hverju mega allir níðast á honum. Hann er kominn heim. Það er enginn heima svo að hann ákveður að fara út í bílskúr. Hann leitar og leitar og loksins finnur hann kaðalinn sem pabbi hans á. Hann bindir hengingarhnút á kaðalinn. Hann fer út í garð þar sem stóra tréð er hann hendir öðrum enda kaðalsins yfir eina greinina. Klifrar upp tréð setur snöruna um hálsinn og stekkur niður.
Nokkrum árum fyrr.
Ármann var sex ára þegar hann varð fyrst fyrir barðinu á mestu hrekkjusvínunum í skólanum. Þá var það bara kallað stríðni, en núna er það víst kallað einelti. Ármann var bara ósköp venjulegur drengur en hrekkjusvínin stríddu honum út af því að hann hafði krullur, út af því hversu lítil hann var og svo var hann með gleraugu.
Stríðnin hélt áfram þegar hann varð eldri. Stelpurnar töluðu ekki við hann, strákarnir börðu hann og enginn bauð honum í afmælisveislur. Nema Sigurþór eini og “besti” vinur hans. Ármann sagði engum frá stríðninni og vanlíðaninni nema Sigurþóri.
Þegar Ármann var tíu ára fór hann út í búð fyrir mömmu sína. Á heimleiðinni sá hann “hrekkjusvínin”. Hann gekk rösklega með hjartað í buxunum. Hvað ef þeir myndu sjá hann? Auðvita sáu þeir hann. “Hey þú auli”, sagði einn þeirra. Ármann leit ekki við en gekk hraðar. Hann heyrði þá nálgast. “Heyrðir þú ekki í mér gleraugnaglámurinn þinn”. Ármann svaraði ekki. “Hvað ertu með þarna”? “Köku handa okkur en hvað þú ert góður”. Ármann starði á þá og svo allt í einu kom smáhljóð úr honum. Hann sagði nei. Þeir horfðu á hann og síðan byrjuðu þeir að hlæja. “Góður þessi hálfviti”. “Komdu með kökuna annars berjum við þig”. Ármann sagði aftur nei. Þá byrjaði einn þeirra að sparka í hann. Ármann byrjaði að hlaupa en þeir voru nú ekki lengi að ná honum. Tveir strákar héldu honum á meðan einn kýldi hann og sparkaði í hann. Síðan skipaði hann hinum að láta Ármann leggjast á bakið og þeir gerðu það. Þegar þeim hafði tekist að koma honum á bakið byrjaði strákurinn að pissa á Ármann. Þegar hann var búinn hlupu þeir í burtu. Ármann lá lengi á jörðinni. Svo stóð hann upp og fór heim til sín. Hann hljóp niður í herbergi og læsti sig þar inni. Nokkrum dögum seinna var þetta altalað og allir gerði grín af honum.
Þegar hann var svo orðinn fimmtán ára fór hann í útilegu með bekknum sínum. Sigþór var með og strákurinn sem hafði pissað á hann. Ármann skemmti sér bara ágætlega með Sigþóri. En gleðin varði ekki lengi því að um seinna kvöldið í útilegunni þegar Ármann var að bursta tennurnar sínar heyrði hann í Sigþóri inni á klósettinu vera að hlæja. Það voru aðrir líka að hlæja t.d. strákurinn sem hafði pissað á hann. En Ármann velti sér ekki upp úr því fyrr en daginn eftir þegar þeir voru komnir heim úr útilegunni. Þeir voru heima hjá Sigþóri þegar Ármann spurði Sigþór hvað hefði verið svona fyndið. Sigþór sagði honum það. Hann og aðrir strákar hefðu tekið bláan tannbursta og stungið honum uppi í rassinn á sér. Þeim hefði fundist það svona fyndið. Ármann byrjaði að hlæja en allt í einu fattaði hann hver átti tannburstann. Það var hann. Hann varð brjálaður og byrjaði að öskra á Sigþór. Hann réðst á Sigþór og byrjaði að kýla hann en Sigþór var sterkari. Sigurþór kýldi Ármann svo fast í nefið að það brotnaði. Ármann hljóp út úr húsinu hans Sigurþórs. Hann hljóp heim til sín. Núna ákvað hann að gera það.

Endir

(Þessi saga er byggð á sannsögulegum atburðum, en Ármann er sögupersóna sem ég bjó til.)

Höf: theFenris

P.S.´þessi saga lenti í öðru sæti í smásagna keppni Garðabæjar.